Út er komin húsakönnunarskýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir Keldur og Keldnaholt
Höfundur skýrslunnar er Salvör Jónsdóttir.
Í tilkynningu um útkomu skýrslunnar á heimasíðu Borgarsögusafns segir:
"Um er að ræða húsakönnun fyrir Keldur og Keldnaholt, sem tekur til húsa sem standa á afmörkuðum svæðum í fyrrum landi jarðanna Grafar (Grafarholts), Keldna og Lambhaga norðvestan Vesturlandsvegar. Athugunarsvæðið skiptist í þrjár afmarkaðar einingar. Syðst og vestast er svæði Keldna, þar sem standa hús Tilraunastöðvarinnar að Keldum (Keldnavegur 1-25 og 27) en nyrst í landi Keldna er lóð leikskólans að Völundarhúsum 1. Austan Víkurvegar liggur svæði sem kennt hefur verið við Keldnaholt, þar sem hús rannsóknarstöðva og fyrirtækja standa við götuna Árleyni. Þriðja svæðið liggur töluvert norðar og austar það er svæði Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins (tilraunastöðvarinnar Korpu) við Blikastaðaveg. Á þessum þremur svæðum standa í dag alls 36 hús og matshlutar. Könnunin er unnin að beiðni Betri samgangna ohf. vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu fyrir svæðið.
Gerð er grein fyrir helstu atriðum í sögu svæðisins, eldri byggð og þróun svæðisins til dagsins í dag. Skráð eru þau hús sem standa á svæðinu í dag og gerð grein fyrir varðveislugildi þeirra og tillögum um hverfisvernd."
Skýrslan í heild er aðgengileg á heimasíðu Borgarsögusafns.