Skipurit og stjórn Keldna

Image
Skipurit Keldna á íslensku

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum annast rannsóknir og þjónustu í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir búfé, fiska, gæludýr og önnur láðs- og lagardýr í samstarfi við Yfirdýralækni, og er Matvælastofnun til ráðuneytis varðandi sjúkdóma í dýrum og varnir gegn þeim.

Þjónustu- og grunnrannsóknir á Keldum skiptast upp eftir deildum,þ.e. Bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðideild, Rannsóknadeild fisksjúkdóma og Veiru- sameindalíffræðideild. Stjórnsýsludeild sér um fjármál og rekstur stofnunarinnar.

Stjórn Keldna er skipuð af Háskólaráði til fjögurra ára í samræmi við 3.gr. laga nr. 67/1990 Núverandi stjórn var skipuð þann 1. janúar 2019. Í henni sitja:

•    Karl G. Kristinsson, formaður, prófessor, (tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands)
•    Zophonías Oddur Jónsson, prófessor, (tilnefndur af Raunvísindadeild/Líf- og umhverfisvísindadeild)
•    Heiða Sigurðardóttir, lífeindafræðingur, (tilnefnd af starfsmönnum Tilraunastöðvarinnar)
•    Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, (tilnefnd af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra)
•    Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir  (tilnefnd af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra)

Birkir Þór Bragason er ritstjóri heimasíðu Keldna, og Stefán Ragnar Jónsson fræðslustjóri.