Rannsóknir á sumarexemi í hestum

Image
Mynd af hestum við Keldur

Rannsóknir á sumarexemi í hestum

Sumarexem er húðofnæmi í hestum orsakað af IgE miðluðum viðbrögðum. Ofnæmisvakarnir eru prótein úr bitkirtlum smámýstegunda (Culicoides spp.) sem finnast ekki á Íslandi. Ofnæmið er yfirdrifin Th2 miðuð ónæmissvörun með IgE framleiðslu gegn próteinum (ofnæmisvökum) sem kvenflugurnar seyta er þær sjúga blóð. Hestar á Íslandi fá ekki exemið þar sem orsakavaldurinn er ekki hér en tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Unnið er að því að þróa ofnæmisvakasérhæfða ónæmismeðferð gegn exeminu bæði fyrirbyggjandi og læknandi.