Sýnataka og leiðbeiningar

Sýnatökur og almennar leiðbeiningar

  • Skipuleggið sýnatökur í samráði við rannsóknastofu
  • Hafið ávallt samráð vegna sýnasendinga
    • Ef grunur er um tilkynningaskylda sjúkdóma (A-sjúkdóma)
    • Ef greina á hjarðvandamál
    • Ef aflétta á takmörkunum
    • Ef um mikið magn sýna er að ræða
    • Ef óvissa um hvernig sýni er best að taka
  • Kynnið ykkur allar leiðbeiningar vandlega, sjá nánar hér fyrir neðan
  • Rannsóknarbeiðni þarf alltaf að fylgja með sýni
  • Eingöngu er tekið við dýrum í krufningu í framhaldi af sjúkdómsgreiningu dýralæknis sem sér um að fylla út rannsóknarbeiðni
  • Skipuleggið sýnasendingar í samráði við rannsóknastofu
  • Sendið sýni eins fljótt og auðið er
  • Gömul sýni geta verið óhæf til rannsókna
  • Sendið sýni kæld þar sem þörf krefur
  • Athugið að merkja sýnin vel

  • Ávallt skal haft samráð við viðkomandi sérgreinadýralækni og/eða dýralækna Keldna áður en sýni eru send. Símanúmer Tilraunastöðvarinnar er 5855100 og tengiliður er Vilhjálmur Svansson dýralæknir (8936777).
  • Varðandi gerð og fjölda sýna skal hafa samráð við viðkomandi sérgreinadýralækni og/eða dýralækna á Tilraunastöðinni.
  • Rétt útfyllt eyðublöð/rannsóknarbeiðnir (í sér plastpoka) þurfa að fylgja sýnum
  • Eftir sýnatöku skal ytra byrði sýnaumbúða (s.s.blóðglös, stroksýnaglös, ílát undir líffæri) úðað með sótthreinsiefni (s.s. Virkoni)
  • Sýni skal kæla strax (ekki frysta) og kælikubbur þarf að fylgja sýnum
  • Sýnum er pakkað í hentugar umbúðir (t.d. frauðplastbakk eða kassa)
  • Síðan sett í plastpoka og áfram í umslag
  • Tryggja þarf að pakkningar verði ekki fyrir hnjaski á leiðinni

 

Mikilvægt er að merkja sendingar rétt:

     Viðtakandi
     Deild/Tengiliður
     Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
     Keldnavegi 3
     112 Reykjavík

     Sendandi
     Nafn og heimilisfang
     Tegund sýnis (athuga að merkja sýni vel)
     Tilgreina þarf ef um áhættusýni er að ræða

Senda þarf sýni í lekaþolnum umbúðum

Innpökkun á hræjum og líffærum:

  • Utan um hræ/líffæri – ríkulega af þerrandi efni/pappír
  • Þar næst – plastpoki, tvöföld pakkning
  • Yst - Slitþolin ytri pakkning (pappakassi/plastkassi)

Sýnatökur - sértækar leiðbeiningar

Velja þarf rétt sýnatökuglös út frá rannsóknum sem beðið er um. Ath. blóðsýni mega ekki frjósa.

Sýnatökuglös fyrir blóðsýni:

  • Mótefnarannsóknir – glös fyrir heilblóð/sermi
  • Efnagreiningar – glös fyrir heilblóð/sermi
  • Blóðkornarannsóknir – glös með EDTA eða Heparin
  • Greining á smitefni – glös með Citrat

Hræ

  • Eitt dýr – send fersk, þegar alvarlegur sjúkdómur eða dauðsföll
  • Fleiri dýr – send fersk, þegar sjúkdómsvandamál í minni harðdýrum

Krufning á staðnum

  • Líffæri - send fersk
  • Vefjasýni -0.5 cm þykk, lögð í 10% formalín (sjá uppskrift) í hlutfalli vefur:formalín á að vera 1:10

Vefjasýni – tekin þar sem heilbrigður og sjúkur vefur mætast

  • Lítil vefjasýni - 0.5 cm þykkar sneiða, <= 2 cm þvermál
  • Stór vefjasýni – s.s. æxli og líffæri úr smádýrum, skorin upp svo formalín nái inn í miðju

Uppskrift – 10% formalín í dúa

  • 100 ml – Formaldehyd (37%)
  • 900 ml - Kranavatn
  • 8.15 g - Na2HPO4*2H2O (eða 6.5 g NaH2PO4*2H2O)
  • 4.5 g - NaH2PO4*2H2O (eða 4.0 g Na2HPO4*H2O)

Innpökkun á hræjum og líffærum

  • Utan um hræ / líffæri – vefja ríkulega af þerrandi efni/pappír
  • Þar yfir – plastpoki, tvöföld pakkning
  • Yst - slitþolin ytri pakkning (pappakassi/plastkassi)

Kynnið ykkur vel leiðbeiningar Matvælastofnunar um sýnatökur (sendar til héraðsdýralækna)

  • Takið sýni úr mænukylfu (obex) og litla heila (cerebellum)
  • Setjið sýni ásamt eyrnamerki grips í sýnatökuglas
    • Ef eyrnamerki vantar þarf að skrifa bæjarnúmerið á lok á glasi
  • Öllum sýnaglösum frá einum bæ safnað í plastpoka
  • Lokið plastpoka vel
  • Setja svo ofan í glæran plaspoka
    • Látið fylgja í poka miða með upplýsingum um bú og fjölda sýna
    • Látið letur á miða snúa út
  • Frystið sýni
  • Setjið sýni í frauðplastkassa ásamt lista yfir innihald kassa

Merkingar á kassa:

     Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
     Keldnavegi 3
     112 Reykjavík
     FRYSTIVARA v/riðuskimunar

  • Best er að senda sýni kæld
  • Ekki má frysta sýni
  • Stroksýni – senda í viðeigandi flutningsæti
  • Þvagsýni – senda í sterilum þvagsýnaglösum (loka vel)
  • Saursýni – senda í plastílátum með skrúfloki (lágmark 50g af saur)
  • Hársýni/húðskrap – tryggja þarf nægilegt magn af sýni
  • Vessar (gröftur, sæði, liðvökvi) – senda í sterilum ílátum
  • Alls ekki senda í sprautu með áfastri sprautunál
  • Önnur sýni – hafa samráð við rannsóknarstofu

Ef grunur vaknar um óeðlilegan dauða villta fugla skal tilkynna það til Matvælastofnunar nema augljóst sé að fuglarnir hafi drepist af slysförum, svo sem flug á rafmagnslínur, á rúður eða fyrir bíla. Sama á við ef upp koma dauðsföll eða grunsamleg veikindi í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi.

Dýralæknar Matvælastofnunar meta hvort ástæða þyki til sýnatöku. Starfsmenn Matvælastofnunar sjá um töku og sending á sýnum/hræjum í samráði við sérfræðinga Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum.

Meðferð og sending sýna skal vera í samræmi við leiðbeiningar Keldna um töku og sendingu áhættusýna (sjá leiðbeiningar hér að ofan á þessari síðu).

Almennar leiðbeiningar um sýnatöku og sendingar sýna

Eyðublað /dauðir villtir fuglar

Staðreyndir um fuglaflensu

Leiðbeiningar til starfsmanna á alifuglabúum

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um fuglaflensu

Spurningar og svör um fuglaflensu á heimsíðu Landlæknisembættisins

Upplýsingar á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um inflúensu

Upplýsingar á vef Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar (OIE) um fuglaflensu

Upplýsingar á vef OFFLU (Network of expertise on animal influenza)

Upplýsingar um fuglaflensu á vef ráðuneytis fóðurs, landbúnaðar og fiskveiða í Danmörku

Upplýsingar um fuglaflensu fyrir börn  

Sýnatökubúnað fyrir Plasmacytosis próf þarf að panta hjá Keldum.

Klippið með beittri töng eða stórum naglaskærum framan af nögl (sjá mynd), berið annan enda hárpípunnar að blóðdropanum og fyllið að ¾. Kíttið vel í annan enda pípunnar og látið þann endann snúa niður í plasthylkjunum.

Mynd af því hvar á að taka sýni af nögl á minki

Ath. Áður en blóðsýnin eru prófuð eru þau látin í skilvindu til að aðskilja blóðfrumur og blóðvökva. Sé ekki nægilega vel kíttað í pípuendana rennur allt blóðið úr pípunni og fer forgörðum. Hentugasta aðferðin til þess að kítta í pípuendana er sem hér segir: Látið leirklumpinn standa á borði, ágætt að hnoða hann aðeins áður. Þrýstið síðan öðrum enda pípunnar niður í leirinn, gjarnan nokkrum sinnum eða þar til u.þ.b. 5mm lag hefur komist inn í pípuna.

Svaranir:

  • Haldið er utan um sýnaskráningar og svaranir í Matrix Gemini LIMS gagnagrunni Keldna
  • Skýrslur með rannsóknaniðurstöðum eru sendar í tölvupósti nema beðið sé um annað
  • Svör eru send út um leið og niðurstöður rannsókna liggja fyrir
  • Athugið að rannsóknir geta tekið mislangan tíma