Líffræðiráðstefnan verður haldin í 10. skipti dagana 14. - 16. október í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og er stærsti viðburður sinnar tegundar hérlendis.

Vísindamenn Keldna munu kynna fjölbreyttar rannsóknir sínar á ráðstefnunni með erindum og veggspjöldum (sjá hér að neðan). Nánari tímasetningar þessara erinda og veggspjaldakynninga má sjá í dagskrá ráðstefnunnar.

Erindi

Sigríður Jónsdóttir, Sara Björk Stefánsdóttir, Anja Ziegler, Ragna Brá Gudnadóttir, Vilhjálmur Svansson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir og Eliane Marti. Greining á sumarexemi í hrossum með endurröðuðum ofnæmisvökum,
 
Árni Kristmundsson, Birkir Þór Bragason, Snorri Már Stefánsson, Nóa Sólrún Guðjónsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Ásthildur Erlingsdóttir. Rannsóknir á Parvicapsula pseudobranchicola sýkingum í laxfiskum á Íslandi, villtum og í eldi.
 
Karl Skírnisson. Hringormar geta lifað dögum saman í fólki.
 
Birkir Þór Bragason, Sigríður Hjartardóttir, Snorri Már Stefánsson, Sigríður Guðmundsdóttir og Árni Kristmundsson. A comparison of the genomes of Icelandic Renibacterium salmoninarum strains to genomes of North American and European strains.
 
Stefán Ragnar Jónsson, Diana Rubene, Ragna Brá Guðnadóttir, Kirsten Knecht og Yong Xiong. Maedi-visna virus Vif protein uses motifs distinct from HIV-1 Vif to bind zinc and the cofactor required for A3 degradation.
 
Björn C. Schäffner. Conservation Science updated: Are parasites worth protecting?
 
Ásthildur Erlingsdóttir, Nóa Sólrún Guðjónsdóttir og Árni Kristmundsson. Rannsóknir á Piridium sociabile (Patten1936); brúin milli frítt lifandi lífvera og sníkjudýra.
 
Veggspjöld
 
Sigurður Ingvarsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Björn Þorsteinsson. Hversu sýnilegt er “Icelandic Agricultural Sciences” í alþjóðlegum vefsetrum?
 
Guðný Rut Pálsdóttir. Um líffræði humlumítilsins Parasitellus fucorum.
 
Hildur Magnúsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Kristen Marie Westfall, Zophonías O. Jónsson og Erla Björk Örnólfsdóttir. Development of morphological traits in hatched common whelk (Buccinum undatum) juveniles reared in a controlled environment.
 
Kristbjörg Sara Thorarensen. Rannsóknir á sjúkdómum í íslenskum dúfum.