Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum innleiðir í dag nýtt merki stofnunarinnar. Merkið hannaði Hlynur Ólafsson, hönnuður, í samstarfi við rýnihóp frá Keldum. Frá upphafi var gengið út frá því að nafnið Keldur yrði áberandi. Fjöldi tillagna var skoðaður en þróunarvinnan leitaði ávallt í átt að hringformi. Mynd af retróveiru, sem er hringlaga, þótti hæfa vel sem einkennismynd stofnunarinnar. Myndefnið hefur skírskotun til áratuga rannsókna á mæði-visnu veirunni á Keldum en hún er lentiveira og tilheyrir fjölskyldu retróveira. Í stað þess að myndin sýni heila veiru sést ímyndaður gluggi (á smásjá) sem á að gefa til kynna rannsóknir á viðfanginu (retróveiru).

Hér að neðan má sjá ýmsar útgáfur merkisins.

Image
Ýmsar útgáfur af merki Keldna