Straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki – Fundin er hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé

Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri. Arfgerðin hefur aldrei áður fundist í sauðfé hérlendis þrátt fyrir víðtæka leit en nýlega hafa verið fluttar fréttir af annarri fágætri arfgerð sem fundist hefur í örfáum kindum, T137 sem ítalskir vísindamenn hafa sýnt fram á að virki verndandi þar í landi. Sú arfgerð er hinsvegar ekki viðurkennd af Evrópusambandinu né íslenskum yfirvöldum, enn sem komið er.

Fundur ARR arfgerðarinnar er afurð tveggja rannsóknarverkefna sem var hleypt af stokkunum síðasta vor. Að þeim koma eftirtaldir aðilar:

Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur, Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins
Gesine Lühken, prófessor, Universität Gießen, Þýskalandi
Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi, HvammshlíðStefanía Þorgeirsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Vilhjálmur Svansson, sérfræðingur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Hér má lesa ítarlega fréttatilkynningu um fundinn.

Hér að neðan getur að líta myndir af þeim sex einstaklingum sem staðfest er að bera genið (myndir: Steinn Björnsson). Það má hugsa sér að þessar sex merkiskindur eigi eftir að verða frægar í annálum íslenskrar sauðfjárræktar.