Nýverið hlutu tveir starfsmenn Keldna styrki til rannsókna.

Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, hlaut styrk úr þróunarfé búvörusamninga frá Matvælaráðuneytinu fyrir verkefnið "Greining E. coli stofna sem valda slefsýki og lambaskitu". Sjá nánar hér á heimasíðu Stjórarráðsins.

Hildur Magnúsdóttir, líffræðingur og nýdoktor, hlaut styrk úr Eggertssjóði til rannsókna á beitukóngum í Breiðafirði og til að greiða kostnað vegna birtingu greina. Sjá nánar hér á heimasíðu Háskóla Íslands.