Öryggisrannsóknarstofa

Texti

Öryggisrannsóknarstofa var reist á Keldum 2007 til þess að vinna með hættulega sýkla eða þegar grunur er um hættulegar sýkingar t.d miltisbrand eða hundaæði. Einnig fer þar fram skimun fyrir fuglaflensu. Rannsóknarstofan flokkast sem "biosafety level 3".

Byggingin er með ytra og innra rými, undirþrýsting í því innra (yfirlitsmynd hér að neðan). Allt loft frá innra rýminu er síað og allur úrgangur þaðan dauðhreinsaður.

Í kjallara er meðhöndlun á affalli, á miðhæð er krufningsherbergi og rannsóknarstofa og loftræsti- og síunarbúnaður á efstuhæð. Strangar vinnureglur eru viðhafðar og notaður einnota öryggisklæðnaður.

Vilhjálmur Svansson dýralæknir er umsjónamaður öryggisrannsóknarstofunnar.

Mynd
Image
""

 

 

Öryggisrannsóknarstofa teikning