Header Paragraph

Ofnæmisvakar greindir með örflögutækni

Image
Lúsmý í nærmynd

Texti

Bæði menn og skepnur geta myndað ofnæmi eftir bit blóðsjúgandi skordýra. Sumarexem í hestum er IgE miðlað exem af völdum próteina eða ofnæmisvaka sem bitflugur af ættkvíslinni Culicoides spýta inn um leið og þær bíta. Á þriðja tug mismunandi ofnæmisvaka sem eiga uppruna í Culicoides munnvatnskirtlum hafa verið einangraðir og framleiddir sem endurröðuð prótein. Til þess að kortleggja próteinin sem valda exeminu var gerð örflaga með 27 ofnæmisvökum framleiddum í mismunandi tjáningarkerfum. Sermi úr 347 hestum 148 heilbrigðum og 199 með sumarexem var prófað fyrir IgE bindingu á örflögunni. Á 25 ofnæmisvökum var binding IgE í sermi sumarexemshesta marktækt meiri en í kontrólsermum, níu prótein reyndust aðalofnæmisvakar þ.e. bundu IgE úr > 50% sumarexemshestanna og sjö þeirra bundu IgE úr >70% þeirra. Ef blanda af þessum sjö vökum er notuð má greina >90% af sumarexemshestum með >95% sérvirkni. Örflagan er grundvöllur þess að hægt sé að þróa ofnæmisvakasérhæfða ónæmismeðferð gegn sumarexemi og mun einnig nýtast við rannsóknir á ofnæmi í fólki gegn bitflugum svo sem lúsmýi.

Mynd
Image
Lúsmý í nærmynd