Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur hefur tekið við starfi deildarstjóra veiru- og sameindalíffræðideildar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Vilhjálmur tekur við deildarstjórastarfinu af Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræðingi frá og með 1. janúar 2022.

Vilhjálmur lauk prófi í dýralækningum frá Den Kongelige Veterinær- og Landbohøjskole í Kaupmannahöfn árið 1986. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu, Ph.D. í veiru- og ónæmisfræði frá sama skóla árið 1992.

Vilhjálmur hefur starfað sem dýralæknir og veirufræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum frá árinu 1998.