Frá og með 01.03.2021 breytist afgreiðslutími Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum.

Afgreiðslan verður opin kl. 08:00 - 15:00 alla virka daga.

Í hádegi kl. 12:15 – 12:45 verður afgreiðslan lokuð, en hægt verður skilja sýni eftir í anddyri fyrir framan afgreiðslu (áfram sama afhendingarfyrirkomulag og var innleitt vegna Covid-19).

•    Mánudaga – fimmtudaga þurfa sýni til rannsókna að berast fyrir kl. 15:00
•    Föstudaga þurfa sýni til rannsókna að berast fyrir kl. 14:00

Ef upplýsingar vantar varðandi sýnasendingar og niðurstöður er best að senda fyrirspurnir á  netfangið syni@keldur.is