Á vefnum ias.is má nú finna frágengin 33. árgang 2020 Icelandic Agricultural Sciences (IAS) áður Búvísindi. Tímaritið er hið eina á sviði lífvísinda á Íslandi sem uppfyllir kröfur fyrir alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit samkvæmt viðmiðum ISI (e.Institute of Scientific Information). Að útgáfunni standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðsgjafastofnun hafs og vatna, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Matís og Landgræðslan. Þá hafa Bændasamtökin lengi átt aðild að útgáfunni, en Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins hefur nú tekið við þeirra sæti.

Í 33. árgangi er að finna 8 greinar sem spanna fjölbreytileg efni. Þau eru:

  • Sníkjudýr í hænsnum á Íslandi fyrr og nú.
  • Áhrif fituíblöndunar í fóður mjólkurkúa á nyt og efnainnihald mjólkur.
  • Ræktunarskipulag sauðfjár á Íslandi með áherslu á mæðraeiginleika.
  • Notkun fræslægju við uppgræðslu í mýrlendi. Samsætumælingar og áhrif jarðhitagass á mælda jarðvegsöndun á heitum svæðum á Suðurlandi.
  • Tengsl bakteríusamfélaga við jarðvegseginleika á Qinghai-Tibet hásléttunni.
  • Áhrif umhverfisþátta á árlegan vöxt (árhringjabreiddir) ilmbjarkar (Betula pubescens) og reyniviðar (Sorbus aucuparia) á Austurlandi.
  • Áhrif mismunandi beitarþunga sauðfjár á ungan lerkiskóg.

Í ritstjórnargrein er fjallað um mikilvægi tímarita á borð við IAS sem tryggja opið aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sem oft eru kostaðar af opinberu fé. Efni margra vísindatímarita er ekki hægt að nálgast nema greiddar séu háar upphæðir fyrir áskrift og eftir atvikum með því að greiða fyrir birtingu. Allt efni á vefnum ias.is er öllum aðgengilegt að kostnaðarlausu og ekki er tekið gjald fyrir birtingu efnis sem stenst ritrýni og samþykki ritstjórnar sé umfang innan tiltekinna marka.

Aðalritstjóri IAS er Björn Þorsteinsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Vefur Icelandi Agricultural Science: ias.is