Ný umhverfis- og loftslagsstefna Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Á fundi stjórnar Tilraunastöðvarinnar 12.05.2022 var ný loftslagstefna Keldna samþykkt einróma.

Yfirmarkmið stefnunnar er að leitast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um 25% fyrir árið 2030 miðað við árið 2019.

Stofnunin stefnir einnig að kolefnishlutlausri starfsemi með því að kolefnisjafna alla eftirstandandi losun með kaupum á vottuðum kolefniseiningum frá og með árinu 2023.

Tilraunastöðin mun innleiða Grænt bókhald sem heldur utan um losun tengda samgöngum, orkunotkun og losun á úrgangi.

Stefnan verður rýnd árlega af stjórn og yfirstjórn stofnunarinnar.

Niðurstöðum Græns bókhalds og árangri umhverfis- og loftslagsstefnu verður miðlað á heimasíðu Keldna.

Nánari upplýsingar um umhverfis- og loftsslagsstefnu Keldna má finna hér.