Gjaldskrá

Nr. 1589 - B-deild - útgáfudagur: 09.12.2024

Sé munur á texta hér að neðan og texta í auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda gilda auglýsingar Stjórnartíðinda. 

Gjaldskrá fyrir þjónusturannsóknir sem Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum annast.

1. gr.

Gjald fyrir útselda vinnu sérfræðings, flutningskostnað af hálfu stofnunarinnar og umsýslugjald er sem hér segir:

 
Númer Lýsing Verð kr. Verð með vsk. kr.
11 Útseld vinna sérfræðings pr. klst. 19.076 23.654
13 Flutningskostnaður - Vara send innan höfuðborgarsvæðis per. sendi.  2.749 3.409
17 Umsýslugjald - Undirbúningur sýna, skráning og svörun, per sýnaskráningu 3.646 4.521
18 Umsýslugjald vegna endurútgáfu vottorða, per sýnaskráningu 3.646 4.521

2. gr. 

Sala á eigin framleiðslu og umönnun tilraunadýra:

Bóluefni
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
100 Blandað bóluefni /50 ml 1.892 2.346
101 Lungnapestarbóluefni  /50 ml 1.492 1.850
102 Lambablóðsóttarsermi /20 ml 4.715 5.847
Blóð og blóðafurðir
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
110 Hestablóð - defibrinerað  /30 ml 1.784 2.212
111 Hestablóð - defibrinerað  /100 ml 5.492 6.810
112 Kindablóð - alsever /100 ml 9.507 11.788
113 Kindablóð - í sitratlausn  /30 ml 2.998 3.717
114 Kindablóð - í sitratlausn  /100 ml 9.058 11.232
115 Hrossasermi - "hitainaktvierað"   /30 ml  3.595 4.458
Önnur framleiðsla
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
120 Þynningarvökvi fyrir hrútasæði /50 ml 2.537 3.146
130 Blóðagar / skál 159 197
131 Blóðagar með salti  / skál 159 197
132 Blóðagar með sýklalyfjum (aesculin blóðagar með/án penicillin) / skál 237 294
133 Blóðagar sérlagaðar (lágmarks pöntun 20stk) / skál 237 294
Sala og umönnun tilraunadýra
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
204 Rottur í krufningu (frosnar) / stk 12.566 15.581
205 Mýs í krufningu (frosnar) / stk 3.142 3.896
206 Umhirða sauðfjár - Umhirða - 1 kind / dag 697 864
207 Umhirða hrossa - Innistaða - 1 hross / dag 2.022 2.507
208 Umhirða hrossa - Beit - 1 hross / dag 171 213

 

3. gr. 

Gjald fyrir rannsóknir á innsendum sýnum sem stofnunin annast í dagvinnutíma er sem hér segir:

 

Þjónusturannsóknir sameindalíffræðideildar
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1100 Greining og staðfesting á ætterni hesta  /sýni 15.975 19.809
1101 Greining og staðfesting á ætterni hesta m/forgangshraða /sýni 44.843 55.606
1102 Krufning í Öryggisrannsóknahúsi P3 1 skipti 32.780 40.648

 

Þjónusturannsóknir rannsóknadeildar fisksjúkdóma
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr. 
1300 Bakterí-/svepparannsókn / fisk 4.114 5.102
1301 Bakteríu-/sveppagreining - PCR/raðgreining/úrvinnsla / stofn 14.741 18.279
1302 Lyfjanæmispróf / stofn 2.610 3.236
1303 Nýrnaveiki ELISA (einn fiskur / sýni) / fiskur 5.217 6.469
1304 Nýrnaveiki ELISA (tveir fiskar / sýni) / fiskur 3.482 4.317
1305 Veirurannsókn með frumurækt (allt að 5 fiskar í sýni) / sýni 27.019 33.504
1306 Veirugreining - (skimað fyrir 4 veirutegundum) / sýni 12.571 15.588
1307 Vefjarannsókn - fiskar og skeldýr (fyrstu 5 sýni) / kubb 5.441 6.747
1308 Vefjarannsókn - fiskar og skeldýr ( sýni umfram 5) / kubb 3.265 4.048
1309 Vefjameinafræði, sérlitun og rannsókn - fiskar og skeldýr / kubb 3.273 4.058
1401 Rauntíma PCR (One Step qPCR): ein greining  / sýni 4.973 6.166
1402 Rauntíma PCR (One Step qPCR): tvær greiningar  / sýni 7.505 9.306
1403 Rauntíma PCR (One Step qPCR): þrjár greiningar  / sýni 10.056 12.470
1404 Rauntíma PCR (One Step qPCR): fjórar greiningar  / sýni 12.571 15.588
1405 Rauntíma PCR (One Step qPCR): fimm greiningar  / sýni 14.457 17.926
1406 Rauntíma PCR (One Step qPCR): sex greiningar  / sýni 15.902 19.718
1407 Rauntíma PCR (One Step qPCR): sjö greiningar  / sýni 17.493 21.691
1408 Rauntíma PCR (One Step qPCR): átta greiningar / sýni 19.241 23.859
1409 Rauntíma PCR (One Step qPCR): níu greiningar / sýni 21.165 26.245
1410 Rauntíma PCR (One Step qPCR): tíu greiningar / sýni 23.282 28.870
1411 Rauntíma PCR (One Step qPCR): ellefu greiningar / sýni 25.610 31.757
1412 Rauntíma PCR (One Step qPCR): tólf greiningar / sýni 28.171 34.933

Þjónusturannsóknir sníkjudýrafræðideildar

Saursýni
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1200 Almenn sníkjudýraleit (gæludýr) - Leit (ormaegg, frumdýr) / sýni, safnsýni 12.998 16.117
1201 Lirfur Strongyloides orma (gæludýr) - Leit / sýni, safnsýni 7.971 9.884
1202 Ormaegg og hníslar (búfé) - Leit og talning / sýni, safnsýni 7.971 9.884
1203 Ormaegg og hníslar (búfé) - Leit og talning / næstu 5 sýni 4.008 4.970
1204 Lirfur lungnaorma (sauðfé o.fl.) - Leit og talning / sýni, safnsýni 7.933 9.837
1205 Lirfur lungnaorma (sauðfé o.fl.) - Leit og talning / næstu 5 sýni 4.008 4.970
Húðsýni
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1210 Kláðamítlar í húðskrapi - Leit / sýni 10.599 13.143
1211 Kláðamítlar í húðskrapi - Leit / næstu 5 sýni 6.676 8.278
1212 Kláðamítlar í húðskrapi - Leit / fleiri en 5 sýni 2.166 2.686
Líffæri
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1220 Sníkjudýraleit og greining - Verðflokkur I / sýni 7.933 9.837
1221 Sníkjudýraleit og greining - Verðflokkur II / sýni 11.873 14.722
1222 Sníkjudýraleit og greining - Verðflokkur III / sýni 15.786 19.574
Meindýr / sníkjudýr
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1230 Greining / leit - Verðflokkur I  / sýni 3.937 4.882
1231 Greining / leit - Verðflokkur II / sýni 7.850 9.734
1232 Greining / leit - Verðflokkur III / sýni 15.701 19.470
Tríkínurannsóknir
Númer Lýsing Magn Verð kr.  Verð með vsk. kr. 
1240 Trikínuleit - Safnsýni (hámark 100 g) / safnsýni 17.321 21.478

Þjónusturannsóknir sýkladeildar

 
Sýklaræktanir og greiningar
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr. 
1500 Almenn sýklaræktun (sýklaræktun, greining, næmi)  / ræktun 11.701 14.510
1501 Campylobacterræktun (greining og talning) / ræktun 10.969 13.601
1502 Salmonellaræktun / ræktun 11.781 14.609
1503 RapidChek Salmonella (hraðpróf) / sýni 8.143 10.097
1504 Listeriaræktun (greining og talning) / sýni 10.831 13.430
1505 Bendibakteríur (indicator E. Coli) / ræktun 14.840 18.402
1506 ESBL skimun (E. Coli) / ræktun 9.706 12.036
1507 Carba skimun (E. Coli) / ræktun 10.127 12.558
1508 MÓSA skimun / ræktun 13.972 17.326
1509 E. Coli (talning) / sýni 9.630 11.942
1510 Fjöldi loftháðra þyrpinga (líftala við 30°C) / sýni 10.831 13.430
1511 Týpugreining á hreinrækt (Salmonella o.fl.) / stofn 35.061 43.476
1512 Svepparæktun (ræktun, greining, næmi) / ræktun 22.944 28.451
1513 Næmispróf (MIC Sensititre) / stofn 16.004 19.845
1514 ESBL staðfesting (MIC Sensititre) / stofn 21.545 26.715
1515 PCR - Sýkladeild / stofn 13.404 16.621
1516 PCR og raðgreining - Sýkladeild / ræktun 22.802 28.274
1517 Heilraðagreining (WGS) - Sýkladeild / ræktun 52.654 65.292
Mótefna og vakagreiningar
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr. 
1530 Garnaveikipróf / sýni 2.291 2.841
1531 Salmonella kjötsafapróf / sýni 2.989 3.707
1532 Toxoplasmapróf / sýni 6.390 7.923
1533 Plamacytosispróf / sýni 171 213

Þjónusturannsóknir meinafræðideildar

Við rannsóknir á hræjum og líffærum eru aðrar nauðsynlegar rannsóknir innifaldar í gjaldinu. Ef annarra sértækra rannsókna er þörf, eða óskað er eftir þeim, er innheimt sérstaklega fyrir þær rannsóknir en þá í samráði við viðkomandi dýralækni. Í einhverjum tilfellum getur þurft að innheimta samkvæmt tímagjaldi.

Krufningar
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1600 Alifuglar - allir aldursflokkar /1-5 dýr 11.738 14.555
1601 Búrfuglar - nagdýr, kanínur - allir aldursflokkar / 1-2 dýr 14.446 17.913
1602 Hross                 <12 mánaða / dýr 36.114 44.781
1603 Hross                 >12 mánaða / dýr 81.258 100.760
1604 Hundar og kettir   <3 mánaða / 1-3 dýr 14.446 17.913
1605 Hundar og kettir   >3 mánaða  / dýr 36.114 44.781
1606 Nautgripir             <3 mánaða / dýr 12.640 15.674
1607 Nautgripir             >3 mánaða / dýr 18.056 22.389
1608 Refir, minkar úr eldi        <3 mánaða / 1-3 dýr 14.446 17.913
1609 Refir, minkar úr eldi        >3 mánaða / dýr 36.114 44.781
1610 Sauðfé, geitur      <7 mánaða / 1-3 dýr 9.029 11.196
1611 Sauðfé, geitur      >7 mánaða / dýr 10.834 13.434
1612 Svín                       <2ja vikna / 1-5 dýr 11.738 14.555
1613 Svín                      undir 30 kg / 1-2 dýr 11.738 14.555
1614 Svín               30 kg og þyngri  / dýr 11.738 14.555
1615 Sýnataka úr hræjum / hræ 9.538 11.827
1616 Sýnataka úr líffærum / líffæri 4.769 5.914
1617 Sérbrennsla, umsýslugjald / dýr 4.769 5.914
1618 Önnur dýr, sérverkefni   Verksamningur  
Líffærameinafræði
Númer Lýsing Magn Verð kr. Verð með vsk. kr.
1630 Vefjaskoðun - 1-3 vefjasýni/dýr /1-3 sýni 18.097 22.441
1631 Líffæraskoðun - 1-3 líffæri/dýr /1-3 sýni 9.932 12.315
1632 Mótefnalitun (þjónusta) / sýni 9.932 12.315
Vefjavinnsla og blóðmeinafræði
Númer Lýsing                     Verð með vsk. kr.
1640 Vefjavinnsla og blóðmeinafræði   Verksamningur

 

4. gr. 

Stofnuninni er heimilt að leggja álag á gjald fyrir rannsóknir samkvæmt 3. gr., sé þess óskað að þær verði gerðar utan dagvinnutíma og ef óskað er eftir flýtimeðferð bætist 20% álag við gildandi gjaldskrárverð.

5. gr.

Gjald fyrir rannsóknir sem ekki eru taldar upp í 3. gr. skal ákveða í samræmi við fjölda vinnustunda sbr. ákvæði 1. gr. Innheimt verður fyrir rannsóknir á villtum dýrum samkvæmt beiðni Matvælastofnunar í samræmi við fjölda vinnustunda, auk þeirra viðbótarrannsókna sem þörf er á samkvæmt 3.gr.

6. gr.

Stofnuninni er heimilt að innheimta gjald vegna ferðakostnaðar við rannsóknir og sýnatöku miðað við útlagðan kostnað (fargjöld) og/eða akstur samkvæmt taxta ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

7. gr.

Stofnuninni er heimilt að vinna eftir verksamningi eða gera föst verktilboð vegna sérfræðiráðgjafar og þjónusturannsókna og skal þá stuðst við taxta sbr. 1., 2. og 3. gr. gjaldskrárinnar.

8. gr. 

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 8. gr. laga um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, nr. 67/1990 og 16. gr. laga um Rannsóknadeild fisksjúkdóma, nr. 50/1986 og öðlast gildi 01. janúar 2025. Frá sama tíma fellur brott gjaldskrá nr. 1380/2023.