Myndir frá fyrstu áratugum starfseminnar á Keldum, 1948-1968.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hóf starfsemi árið 1948.

Í tilefni af því að stofnunin á 75 ára afmæli á næsta ári, 2023, þá hafa Karl Skírnisson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, starfsmenn Keldna, tekið saman myndir sem Páll Sigurðsson, fyrrum starfsmaður, tók á fyrstu áratugum starfseminnar og útbúið þrjú veggspjöld.

Myndir Páls sýna húsakost stofnunarinnar og starfsmenn hennar við margvísleg störf og eru merkileg heimild um sögu hennar. Myndirnar sýna vel þær breytingar sem orðið hafa m.a. þegar kemur að tækjakosti þeim sem notaður var við rannsóknir þá miðað við daginn í dag.

Veggspjöldin hanga uppi í húsnæði Tilraunastöðvarinnar og þau má líka skoða hér í þessum tengli. Hér að neðan má sjá Sigurbjörgu og Karl við veggspjöldin þar sem þau hanga í anddyri Keldna.

Hér er síðan mynd af stofnuninni frá þessum tíma tekin af Páli. Það er áberandi á myndinni hvað umhverfi stofnunarinnar hefur tekið stakkaskiptum í dag, og þar ber sérstaklega að telja gróðurfarið. En berangur sá sem var umhverfis hana er nú orðinn mjög gróinn, sér í lagi af trjám. Yfirlitsmynd af Keldum í dag má sjá á forsíðu heimasíðunnar.