Texti

Þann 30. september 2020 varði Eva Hauksdóttir meistararitgerð sína í lífeindafræði frá Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Príonarfgerðir í íslenskum riðuhjörðum: Áhrif þess að fjarlægja hrúta með VRQ genasamsætu af sæðingarstöðvum Íslands.

Verkefnið vann hún á Keldum undir stjórn Stefaníu Þorgeirsdóttur, en aðrir í meistaranámsnefnd voru Birkir Þór Bragason og Sigrún Bjarnadóttir. Prófari var Zophonías Oddur Jónsson og prófstjóri Guðlaug Björnsdóttir.

Mynd
Image
Mynd af Evu Hauksdóttur eftir mastersvörn sína ásamt andmælanda og leiðbeinanda