Meistaravörn 21. júní 2024
Hafdís María Pétursdóttir varði meistararitgerð sína „Greining á boðefnasvari hrossa i kjölfar bólusetningar gegn sumarexemi“ föstudaginn 21. júní. Verkefnið vann hún á Keldum undir leiðsögn Sigríðar Jónsdóttur og Vilhjálms Svanssonar sérfræðinga á Keldum. Þriðji maður í meistaranefndinni var Siggeir Fannar Brynjólfsson ónæmisfræðingur og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Andmælandi við meistaravörnina var Jóna Freysdóttir prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítalans.
Á myndinni hér að neðan eru (frá vinstri): Sigríður, Hafdís María, Vilhjálmur og Jóna. (Mynd: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir).