Lilja Þorsteinsdóttir varði doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 20. maí síðastliðinn.

Ljósmyndir frá doktorsvörninni má sjá hér.

Doktorsritgerð hennar ber heitið: Herpesveirur í hestum á Íslandi: Smitferlar og ónæmissvörun gegn gammaherpesveirum af gerð 2 og 5, og einangrun á alfaherpesveiru af gerð 3. Equine herpesviruses in Iceland: Course of infection and immune response against gammaherpesviruses type 2 and 5, and isolation of an alphaherpesvirus, type 3.
 
Andmælendur voru dr. Timm Harder, yfirmaður rannsóknastofu í veirufræði, við Friedrich-Loeffler-Institut í Þýskalandi, og dr. Ólafur Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
 
Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varaforseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.