Í nýjasta Bændablaðinu er grein um Tilraunastöðina eftir Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur og Vilhjálm Svansson þar sem farið er yfir sögu stofnunarinnar, og þá óvissu sem komin er upp varðandi staðsetningu hennar á Keldnalandinu.

Í greininni segir m.a. "Blikur  eru  nú  á  lofti  um  framtíð  Tilraunastöðvarinnar  á  Keldum  og  þess  kröftuga  rannsóknastarfs  sem  þar  fer  fram  því  áætlanir  eru  um  að  land  stofnunarinnar  renni  inn í félagið Betri samgöngur ohf. sem  hluti  af  framlagi  ríkisins  við  lagningu Borgarlínu. Í samþykktum fyrir hlutafélagið Betri   samgöngur   ohf.,   kemur   m.a.  fram  að  félagið  skal  með  sérstökum  samningi  við  fjármála-  og  efnahagsráðuneytið  taka  við  landi  í  eigu  ríkisins  við  Keldur  í  Reykjavík. Allur ábati af þróun og sölu  landsins  skal  renna  óskertur  til  verkefnisins  um  uppbyggingu  samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu sambandi hefur lítið verið rætt  eða  ritað  um  þá  stofnun  og  starfsemi  sem  er  á  Keldnalandinu  og hefur verið þar um langt árabil."

Greinina má nálgast hér.