Í Bændablaðinu sem kom út fimmtudaginn 2. desember er grein eftir Karl Skírnisson dýrafræðing og Kristbjörgu Söru Thorarensen dýralækni á Sníkjudýradeild Keldna sem nefnist "Útrýmum vöðvasullsbandorminum á Íslandi!".

Greinin er ákall í baráttunni við vöðvasullsbandorminn (Taenia ovis) og eins og segir í greininni: "...honum verður ekki útrýmt á Íslandi nema með samstilltu átaki þar sem þekking, vilji og virk bandormalyf þurfa að vinna saman“.

Greininni er ætlað að stuðla að því að vöðvasullsbandorminum verði útrýmt sem allra fyrst. Árangursríkast er talið að gera það með staðgóða þekkingu í vopnabúrinu. Í greininni fara Karl og Kristbjörg Sara ítarlega yfir lífsferil og hýsla bandormsins, fara yfir það hvenær og hvernig hann er talinn hafa borist til landsins og sýna á korti af Íslandi (hér að neðan) staðsetningu sauðfjárbýla þar sem vöðvasullur hefur verið staðfestur í kindakjöti undanfarinn áratug.

Image
Íslandsmynd