Laugardaginn 21. september 2024 standa Reykjavíkurborg og Betri samgöngur fyrir opinni auglýstri göngu um Keldnalandið.
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur ákveðið að taka þátt í þeim viðburði fyrir sitt leyti með því að halda fyrirlestur um stofnunina og starfsemi hennar kl. 13 í bókasafni stofnunarinnar. Fyrirlesari er Vilhjálmur Svansson, dýralæknir.
Að fyrirlestrinum loknum verður gengið um og sagt frá starfsemi stofnunarinnar í húsakosti hennar á staðnum.
Kl. 14 mun garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar síðan fara með gesti í göngu um Keldnalandið, þar á meðal Kálfamóa.