Meinafræðideild

Meinafræðideild sinnir þjónustu í tengslum við sjúkdómsgreiningar. Þjónusturannsóknir eru fyrst og fremst almennar sjúkdómagreiningar á búfé, hrossum og gæludýrum, en stofnunin tekur einnig við villtum dýrum og tilfallandi flækingum þegar þess er óskað af hálfu Matvælastofnunar.

Nákvæmar greinargerðir um þjónusturannsóknir í meinafræði má finna í kaflanum "Þjónusturannsóknir í líffærameinafræði og blóðmeinafræði" í ársskýrslum Keldna.

Deildin tekur líka að sér vefjavinnslu fyrir aðila jafnt innan sem utan stofnunarinnar eftir nánara samkomulagi. Meinafræðideildin er búin tækjum til rannsókna á blóðsjúkdómum og klínískri efnafræði, en þá eingöngu í tengslum við rannsóknarverkefni.

Finna má ítarlegan lista yfir þjónusturannsóknir meinafræðideildar í gjaldskrá Keldna, en helstu áherslur eru eftirfarandi: 

Þjónusturannsóknir í líffærameinafræði:

  • krufning á hræjum
  • skoðun á liffærum
  • vefjarannsóknir

Vefjarannsóknir:

  • hluti af frekari greiningu á hræjum
  • hluti af frekari greiningu á líffærum
  • sjúkdómsgreiningar á innsendum vefjasýnum

Aðrar þjónusturannsóknir (frumustrok, blóðsýni):

  • frumumeinafræði
  • blóðsjúkdómafræði
  • klínísk efnafræði

Fyrir utan almenna sjúkdómagreiningu sinnir deildin einnig krufningum í tengslum við dýravelferðarmál og þegar grunur er um alvarlega og tilkynningarskylda sjúkdóma. Deildin tekur á móti hræjum og líffærum frá sjálfstætt starfandi dýralæknum og dýralæknum Matvælastofnunar. Eigendur geta einnig sent dýr í krufningu en eingöngu með milligöngu dýralækna.

Deildin vinnur náið með öðrum deildum Tilraunastöðvarinnar sem sinna greiningum á bakteríum, sníkjudýrum og veirum þegar þörf er á við greiningu sjúkdóma í innsendum efnivið.

Grunnrannsóknir: Á meinafræðideild fara einning fram ýmsar grunnrannsóknir. Viðfangsefnin eru margvísleg og það má lesa um þær á þessari síðu og í kaflanum "Rannsóknir á sníkjudýrum, örverum og meinafræði í ýmsum dýrategundum" í ársskýrslum Keldna. Hér má nálgast ársskýrslur.

Kynningarmyndband um rannsóknir í meinafræði á Keldum.