Einkenni sumarexems

Tail of a horse with summer eczema

Sumarexem lýsir sér í útbrotum og kláða sem sjást oftast í fax- og taglrótum og í sumum tilfellum á baki og höfði. Útbrotin geta náð yfir á lend og síður en eru sjaldnar á kvið eða innanvert á lærum.  Dreifing útbrotanna getur farið eftir því hvaða smámýstegundir eru landlægar á svæðinu þar sem hrossin ganga. Fyrstu einkenni eru roði og bólumyndun í kjölfarið sjást eiginlegar exembreytingar með seytingu á gulleitum vökva og skorpumyndun. Þessu fylgir mikill kláði þannig að hesturinn nuddar af sér fax og tagl og rífur sig jafnvel til blóðs. Djúp sár geta myndast og stundum bakteríusýkingar í þeim. Í langvinnum tilfellum þykknar húð.

 

Hestar með sumarexem gróa yfirleitt sára sinna fullkomlega yfir veturinn en næsta sumar fá þeir útbrot á ný og geta þau þá verið verri en árið áður sé ekkert gert til að verja þá fyrir flugunni (Knud Nilsen 1984).

 

Hestur með ábreiðu

Eina leiðin til þess að halda exeminu niðri er að hýsa hrossin í ljósaskiptunum, þegar mest er af flugu, eða hylja þau með ábreiðum. Mögulegt er að meðhöndla með sterum en engin varanleg lækning eða vörn er fyrir hendi. Sumarexem er því verulegt dýravelferðarmál.