Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Sara Björk Stefánsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2024 ver Sara Björk Stefánsdóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróun ónæmismeðferðar gegn sumarexemi í hestum. Development of Immunotherapy for Equine Insect Bite Hypersensitivity.
Andmælendur eru dr. Hans Grönlund, dósent við Karolinska Institutet, Department of Clinical Neuroscience, Svíþjóð og dr. Zophonías Oddur Jónsson, prófessor í sameindaerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Umsjónarkennari var dr. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur og leiðbeinandi var dr. Vilhjálmur Svansson dýralæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Arna Rúnarsdóttir lífefnafræðingur, dr. Eliane Marti dýralæknir og dr. Jón Már Björnsson sameindalíffræðingur.
Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti við Læknadeild, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 12.00.
Nánar um efni doktorsritgerð Söru Bjarkar má lesa hér á heimasíðu Háskóla Íslands.