Ársskýrsla Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum fyrir árið 2023 er komin út. Skýrsluna má nálgast hér á PDF sniði: Ársskýrsla 2023

Í ársskýrslunni er að finna ítarlegt yfirlit um fjölbreyttar og metnaðarfullar grunn- og þjónusturannsóknir á sviði dýrasjúkdóma og dýraheilbrigðis, gæðamál, tilvísunar-rannsóknastofur, lífsýnasöfn og birtingar og kynningar starfsfólks.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er dýraheilbrigðisstofnun Íslands.

•    Stofnunin rekur rannsóknastofur á átta fagsviðum, auk fullkomnustu öryggisrannsóknastofu landsins
•    Sérfræðingar stofnunarinnar búa yfir yfirgripsmikilli fagþekkingu sem er hvergi annars staðar fyrir hendi á landinu

Myndina á kápu ársskýrslunnar tók Anna Karen Sigurðardóttir, dýralæknir, og er myndin af taugafrumum í mænukylfu lambs og sýnir glöggt hvernig taugasímar tengja frumurnar tvær saman.