Meinafræðideild Keldna hefur hafið móttöku á vefjasýnum frá dýralæknum að nýju.

Með bætta þjónustu við praktiserandi dýralækna að leiðarljósi hefur meinafræðideild Keldna aftur hafið móttöku á vefjasýnum til greiningar. 

Leitast er við að halda svartíma í lágmarki, alla jafna innan við 7 daga. Vefjarannsóknir falla undir gjaldlið 2301 í gjaldskrá Keldna (11.853 kr. með vsk.) en á það við um allt að fjórar vefjasneiðar úr innsendum sýnum. 

Rannsóknarbeiðni fyrir vefjasýni má nálgast hér.

Meinafræðideild Keldna býr yfir fullbúinni vefjarannsóknastofu sem býður upp á hefðbundnar vefjalitanir auk sérlitana og ónæmislitana. Á deildinni starfa tveir dýralæknar með sérhæfingu í meinafræði sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði líffærameinafræði. 
 

Image
Vefjasýni