Fagsvið Keldna

Þjónusturannsóknir og grunnrannsóknir á Keldum skiptast upp eftir deildum. Finna má lista yfir þjónusturannsóknir Keldna í gjaldskrá Tilraunastöðvarinnar.

Á Rannsóknadeild fiskjúkdóma fara fram rannsóknir á sjúkdómum í fiskum og skeldýrum, sníkjudýrum í fiskum og ónæmisfræði fiska. Deildarstjóri er Árni Kristmundsson.

Á Veiru-, sníkjudýra- og sameindalíffræðideild er unnið að rannsóknum í veiru-, ónæmis-, sníkjudýra- og sameindalíffræði. Sum þessara verkefna hafa verið í gangi lengi og eru afar umfangsmikil. Þar ber helst að telja rannsóknir á mæði-visnuveiru og rannsóknir á sumarexemi. Deildarstjóri er Vilhjálmur Svansson.

Bakteríu- og meinafræðideild skiptist upp í tvær undirdeildir þ.e. sýkla- og bólefnadeild og meinafræðideild. Á þessum deildum er unnið að rannsóknum á örverum og meinafræði í ýmsum dýrategundum öðrum en fiskum. Deildarstjóri er Charlotta Oddsdóttir.

Viðfangsefni rannsóknanna eru mjög mismunandi eftir deildum, og er þeim gerð ítarleg skil árlega í Ársskýrslu stofnunarinnar.