Framleiðsla og sala Keldna

Framleiðsla á bóluefni og mótefnsermi ásamt sölu á hrossa- og kindablóði er mikilvægur hluti af starfsemi Keldna og þjónustu við bændur og heilbrigðisstofnanir.

Yfirlit yfir framleiðslu Keldna

PANTANIR ERU AFGREIDDAR NÆSTA VIRKA DAG EFTIR AÐ ÞÆR BERAST.

Vörur eru sendar með flutningaþjónustu "EIMSKIP Flytjanda" nema að ANNAÐ sé tekið fram.
Vinsamlega skráið tegund bóluefnis og tilgreinið fjölda glasa í reitinn "Tegund bóluefnis og fjöldi glasa".
 

Ath. bóluefni og mótefnasermir er eingöngu afgreitt til þeirra sem hafa lyfsöluleyfi.

Tenglar á rafræn pöntunareyðublðð eru til hliðar hér hægra megin á síðunni:

  • Veljið rétt eyðublað
  • Lesið vel það sem stendur á eyðublaði
  • Skráið pöntunarupplýsingar inn í eyðublað
  • Fyllið út alla stjörnumerkta * reiti
  • Ljúkið pöntun með því að ýta á "Vista" (einu sinni)
  • Staðfesting á pöntun birtist fljótlega

Ath. Bóluefni og mótefnasermi eru eingöngu seld þeim sem hafa lyfsöluleyfi

  • Blandað bóluefni - gegn sjúkdómum í sauðfé af völdum Clostridium sýkla (lambablóðsótt, garnapest (flosnýrnaveiki) og bráðapest)
  • Lungnapestarbóluefni - gegn lungnapest í sauðfé af völdum Pasteurella, Mannheimia og Bibersteinia sýkla
  • Sermi gegn lambablóðsótt

Leiðbeiningar um notkun bóluefna og mótefnasermis:

Tilraunastöðin sér rannsóknarstofnunum í landinu fyrir hrossa- og kindablóði sem notað er í sýklaæti og ýmis rannsóknarstofupróf.

Sérlaganir – framleiddar eftir pöntun:

  • Blóðagar (með/án salts, með/án sýklalyfja), lágmarkspöntun 20 skálar
  • Þynningarvökvi fyrir hrútasæði