Háskóli Íslands

Uppruni, smitleiðir og þróun Ichthyophonus hoferi sýkingar í íslensku sumargotssíldinni

Viðfangsefni verkefnisins er einfruma, sveppa-líkt sníkjudýr, Ichthyophonus hoferi, sem er orsakavaldur sjúkdómsfaraldrar í sumargotssíld við Ísland sem fyrst varð vart árið 2008 og stendur enn yfir. Margt er enn óljóst er varðar uppruna, smitleiðir og þroskaferli þessa sníkjudýrs í hýsli/hýslum sínum, en talið er að fiskar smitist einkum með „smitaðri“ fæðu, eins og dýrasvifi, þótt beint smit sé einnig talið mögulegt. Verkefnið miðar að því að finna helstu uppsprettu og smitleiðir sníkjudýrsins. Ýmsar fæðugerðir síldar, einkum sviflæg krabbadýr bæði úr maga síldar sem og úr umhverfinu, verða skimaðar fyrir sýklinum með sameindalíffræðilegum aðferðum (PCR), hefðbundinni vefjarannsókn og in situ hybridization. Ennfremur verða einkennalausar/heilbrigðar síldar skimaðar fyrir sýklinum með sömu aðferðum til að kanna hvort þær beri undiliggjandi smit. Tíðni og útbreiðsla sýkilsins í mismunandi fæðugerðum sem og í síld verður metin og kannað hvort merki séu um þroskun sníkjudýrsins í krabbadýrum sem bent gæti til þess að þau séu eiginlegir hýslar fremur en burðahýslar. Einnig verður erfðaefni Ichthyophonus sníkjudýrsins raðgreint úr mismunandi hýslum (síld, átu, skarkola, ýsu) og skoðað hvort vísbendingar séu um mismunandi stofna og/eða tegundir sýkilsins í íslensku sjávarvistkerfi.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is