Háskóli Íslands

Rannsóknir

Auk þjónusturannsókna (sem gerð er grein fyrir hér) eru stundaðar margvíslegar grunnrannsóknir á Keldum

Sérfræðingar stofnunarinnar birta árlega, ásamt samverkamönnum niðurstöður rannsókna sinna í greinum og bókarköflum, bæði í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, og á öðrum vettvangi. Ennfremur kynna þeir rannsóknir sínar með erindum eða veggspjöldum á ráðstefnum hérlendis og erlendis.

Á Fiskjúkdómadeild fara fram rannsóknir á sjúkdómum, sníkjudýrum og ónæmisfræði fiska.

Á Veiru- og sameindalíffræðideild er unnið að rannsóknum í veiru-, ónæmis- og sameindalíffræði. Sum þessara verkefna hafa verið í gangi lengi og eru afar umfangsmikil. Þar ber helst að telja rannsóknir á sumarexemi og rannsóknir á mæði-visnuveiru

Á Sýkla- og bóluefnadeild, sníkjudýrafræðideild og meinafræðideild er unnið að rannsóknum á sníkjudýrum, örverum og meinafræði í ýmsum dýrategundum öðrum en fiskum.

Viðfangsefni rannsóknanna eru mjög mismunandi eftir deildum, og er þeim gerð ítarleg skil árlega í Ársskýrslu stofnunarinnar, en þær má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is