Háskóli Íslands

Páll Agnar Pálsson

Páll Agnar Pálsson (1919-2003) var meðal fyrstu sérfræðinga Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og hafði starfsaðstöðu hér í fimm áratugi. Hann var dýralæknamenntaður frá Dýralækna- og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn og sótti viðbótarmenntun í sýkla- og meinafræði húsdýra víðar erlendis. Páll Agnar á farsælan feril sem brautryðjandi á Tilraunastöðinni í ýmsum rannsókna- og greiningaverkefnum tengdum dýrasjúkdómum. Einnig vann hann ötullega að því að fyrirbyggja dýrasjúkdóma og útrýmingu þeirra. Eftir hann liggur langur ritlisti vísinda- og fræðigreina.  Þar er um að ræða sérhæfar niðurstöður vísindarannsókna og ítarlegan fróðleik um ýmsa dýrasjúkdóma og baráttuna við þá. Páll Agnar gegndi stöðu forstöðumanns Tilraunastöðvarinnar í tæpan áratug og stöðu yfirdýralæknis í rúmlega þrjá áratugi.

Minningarorð um Pál Agnar Pálsson rituð af Guðmundi Péturssyni.

Kafli um Pál Agnar Pálsson úr Dýralæknatali Dýralæknafélags Íslands.

Ritlisti Páls Agnars Pálssonar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is