Háskóli Íslands

Guðmundur Pétursson

Guðmundur Pétursson (1933-2017) útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1959. Hann starfaði sem læknir í Vestmannaeyjum, Færeyjum, í Kalmar í Svíþjóð og í Hilleröd. Guðmundur vann við krabbameinsrannsóknir við Sloan Kettering Institute í New York frá 1961 til 1964 og síðan frá 1964 til 1967 á rannsóknastofum í Sviss, Institut Suisses de Recherches Experimentales sur le Cancer og Center for Electron Microscopy við háskólann í Lausanne. Við heimkomu til Íslands tók hann við sem forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum árið 1967. Því starfi gegndi Guðmundur til ársins 1993, en eftir það vann hann áfram við rannsóknir við stofnunina. Meðfram starfi sínu á Keldum kenndi Guðmundur við læknadeild Háskóla Íslands frá 1967 og var skipaður prófessor þar 1991 þar til að hann lét af störfum vegna aldurs 2003. Rannsóknir Guðmundar beindust einkum að hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, sérstaklega að mæðivisnuveirunni. Hann gegndi enn fremur fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands og Læknafélag Íslands, átti sæti í stjórnum og vísindanefndum innanlands og utan. Guðmundur skrifaði fjölda vísindagreina og flutti fyrirlestra víða um heim

Rannsóknir og störf, önnur störfvísindagreinarbókarkaflarútdrættir og erindi.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is