Háskóli Íslands

Guðmundur Georgsson

Guðmundur Georgsson (1932-2010) varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1960, doktorsprófi frá Háskólanum í Bonn 1966, og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í meinafræði 1967.

Guðmundur var aðstoðarlæknir á Landspítalanum 1960-61, héraðslæknir 1961, aðstoðarlæknir við meinafræðideild Háskóla Íslands 1962-63, stundaði sérfræðinám og var síðar aðstoðarlæknir í meinafræði við Háskólann í Bonn 1963-68, sérfræðingur í líffærameinafræði við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 1968-94, forstöðumaður við sömu stofnun og jafnframt prófessor við læknadeild Háskóla Íslands 1994-2001. Jafnframt stundaði Guðmundur talsverða kennslu á sínu sérsviði við Háskóla Íslands.

Guðmundur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var mikilvirkur og eftir hann liggur mikill fjöldi vísindagreina.

Ferilskrá

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is