Háskóli Íslands

Laust starf - Framkvæmdastjóri

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf.

Framkvæmdastjóri sinnir margvíslegum verkefnum í umboði forstöðumanns, m.a. annast hann daglegan rekstur Tilraunastöðvarinnar, sér um aðföng, skrifstofu- og starfsmannahald, vinnur að gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjárhagsáætlana og hefur eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar. Einnig hefur hann umsjón með viðhaldsverkefnum og öðrum framkvæmdum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgist að fjárreiður og fjármálaumsýsla sé í samræmi við lög og reglur
 • Ábyrgist daglegan rekstur
 • Hefur yfirumsjón með starfsmannahaldi og sinnir mannauðsmálum
 • Framkvæmdastjóri er yfirmaður starfsmanna á skrifstofu, búi og þjónustu
 • Ábyrgist að nauðsynlegt viðhald eigi sér stað á húsa- og tækjakosti
 • Ábyrgist að land Keldna fái nauðsynlega umhirðu

Helstu verkefni

 • Dagleg stjórnun á rekstri, stoðþjónustu, aðstöðu- og starfsmannamálum
 • Eftirlit með fjárreiðum stofnunarinnar
 • Vinnur að gerð fjárlagatillagna og framkvæmd fjárhagsáætlana og fylgist með að þær standist
 • Vinnur að mannauðsmálum, upplýsingastreymi og samhæfingu á störfum innan stofnunar til að bæta verkferla og þróun starfsmannamála
 • Umsjón með kjarasamningum og stofnanasamningum
 • Samskipti við ýmsa hagsmunaaðila s.s. ráðuneyti, Matvælastofnun, aðrar stofnanir, samstarfsaðila  og viðskiptavini og vinnur að samningsgerð eftir því sem við á
 • Umsjón með framkvæmdum s.s. nýbyggingar, uppbygging á nýrri aðstöðu og viðhald húsnæðis, lóðar og tækja

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af á fjármálaverkefnum og rekstri, þar á meðal áætlanagerð
 • Leiðtogahæfni og stjórnunarreynsla, reynsla í stefnumótun og framfylgd stefnu
 • Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði. Þekking á fjárhags- og mannauðsupplýsingakerfum er kostur
 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku
 • Reynsla af störfum í akademísku- og  rannsóknamiðuðu umhverfi er æskileg
 • Reynsla af verklegum framkvæmdum er kostur
 • Góð samstarfshæfni og rík þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

    Ferilskrá
    Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
    Staðfest afrit af prófskírteinum
    Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er farið eftir jafnréttisstefnu Keldna.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í rannsóknum og þjónustu. Upplýsingar um hlutverk og starfsemi Keldna er að finna á www.keldur.is. Hlutverkið er tilgreint með lögum nr. 67/1990 og lögum nr. 50/1986.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.06.2021 - Sótt er um á starfatorg.is, sjá hér

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Ingvarsson - siguring@hi.is - 5855123
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is