Háskóli Íslands

Fræðsluerindi fimmtudaginn 26. apríl kl. 12:20

Fyrirlesari: Bergþóra Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri ArcticLAS

Heiti erindis: Kynning á starfsemi ArcticLAS, þjónusturannsóknir á sviði lyfjaþróunar.

ArcticLAS hefur verið starfandi í tæp 10 ár og á þeim tíma þjónustað ýmis innlend nýsköpunarfyrirtæki í líftæknigeiranum, auk erlendra lyfjafyrirtækja. Nýverið var gerður samstarfssamningur milli ArcticLAS, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands, Keldna og Vísindagarða. Erindið er kynning á samstarfinu, aðstöðu ArcticLAS og helstu verkefnum sem hafa verið á döfinni hjá fyrirtækinu.
 

Erindið verður haldið fimmtudaginn 26. apríl kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is