Háskóli Íslands

Framleiðsla og sala

 

Tilraunastöðin framleiðir bóluefni gegn Clostridium-sjúkdómum í sauðfé, þ.e. lambablóðsótt, garnapest (flosnýrnaveiki) og bráðapest. Framleitt er svokallað blandað bóluefni gegn þessum sjúkdómum.

Þá framleiðir stöðin bóluefni gegn lungnapest í sauðfé af völdum Pasteurella, Mannheimia og Bibersteinia sýkla.

Tilraunastöðin framleiðir einnig mótefnasermi gegn lambablóðsótt.

Athugið að bóluefni og mótefnasermi er einungis selt aðilum með lyfsöluleyfi!

Tilraunastöðin sér auk þess rannsóknarstofnunum í landinu fyrir hrossa- og kindablóði í sýklaæti og ýmis rannsóknastofupróf.

 

Leiðbeiningar um notkun bóluefna og mótefnasermis:

- Blandað bóluefni.

- Lungnapestarbóluefni.

- Mótefnasermi.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is