Háskóli Íslands

Fræðslufundir 2013

7. nóvember 2013

Fyrirlesari: Albína Hulda Pálsdóttir, Dýrabeinafornleifafræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Heiti erindis: Dýrabeinafornleifafræði og forn DNA.

Kynnt verður verkefni um fornDNA rannsóknir á uppruna íslensku búfjárkynjanna sem nú er unnið að í Auðlindadeild Lbhí undir stjórn Dr. Jóns Hallsteins Hallssonar.

-------

24.október 2013    FUNDI FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA!!!!

Fyrirlesari: Albína Hulda Pálsdóttir, Dýrabeinafornleifafræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Heiti erindis: Dýrabeinafornleifafræði og forn DNA.

Kynnt verður verkefni um fornDNA rannsóknir á uppruna íslensku búfjárkynjanna sem nú er unnið að í Auðlindadeild Lbhí undir stjórn Dr. Jóns Hallsteins Hallssonar.

--------

10.október 2013

Fyrirlesari: Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, líffræðingur á Keldum.

Heiti erindis: Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi baktería – Staðan í mönnum og dýrum á Íslandi 2012

Í erindinu verður fjallað um helstu niðurstöður skýrslu Sóttvarnasviðs hjá Embætti landlæknis sem heldur skrá með upplýsingum um notkun manna á sýklalyfjum. Undanfarin ár hefur verið tekin saman skýrsla um sýklalyfjanotkun hjá mönnum, en í skýrslu fyrir árið 2012 var bætt við upplýsingum um sýklalyfjanotkun í dýrum og sýklalyfjaónæmi baktería í dýrum og mönnum.

--------

26. september 2013

Fyrirlesari: Karl Skírnisson, sníkjudýrafræðingur á Keldum

Heiti erindis: Um sníkjudýr rjúpunnar

Í erindinu verður fjallað um sníkjudýr íslensku rjúpunnar. Hér hafa þegar fundist 18 tegundir sníkjudýra og voru margar þeirra áður ókunnar í vísindaheiminum. Tekin verða valin dæmi um breytingar á smittíðni undanfarinna ára og farið verður í lífsferla og líffræði valinna tegunda.
Upptaka af fræðsluerindi Karls Skírnissonar 
(wmv upptaka virk 23.okt til 31.okt. 2013)

--------

12.september 2013

Fyrirlesarar: Sigríður Klara Böðvarsdóttir, rekstrarstjóri Lífvísindaseturs HÍ, Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ og Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.

Heiti erindis: Kynning á Lífvísindasetri HÍ.
Starfsemi Lífvísindaseturs HÍ verður kynnt.
Eiríkur mun segja stuttlega frá tilurð þess og hvernig það hefur aukið samnýtingu og samstarf milli rannsóknahópa. Nýráðinn rekstrarstjóri, Sigríður Klara, segir stuttlega frá helstu markmiðum með starfi hennar og framtíðarsýn Lífvísindaseturs. Opið verður fyrir umræður um starfsemi Lífvísindaseturs.

--------

23.maí 2013

Fyrirlesari: Franklín Georgsson, sviðsstjóri hjá Matís.

Heiti erindis: Mygla og heilsa.
Í erindinu verður fjallað um helstu einkenni, lífsskilyrði og mikilvægi myglusveppa. Greint verður frá myndun helstu fæðuborinna mycotoxina (sveppaeiturefni) hjá myglusveppum, sjúkdómum sem þau geta valdið og varnir gegn myndun þeirra í matvælum. Þá verður einnig fjallað um önnur heilsuskaðleg áhrif af völdum myglusveppa vegna myglumengunar í húsakynnum og íhlutandi aðgerðir í því sambandi.

--------

2.maí 2013

Fyrirlesari: Þorbjörg Einarsdóttir

Heiti erindis: Lungnasýkingar í sauðfé – faraldsfræði og þróun bóluefna
Í erindinu verður lýst verkefni sem snýst um að rækta upp og greina mismunandi stofna og meinvirkniþætti Pasteurella- og Mycoplasma baktería úr sýktum kindum frá mismunandi landsvæðum. Að auki munum við reyna að búa til Mycoplasma bóluefni, líkt og gert er nú fyrir Pasteurella bakteríur og hefur veitt nokkra vernd.

--------

18.apríl 2013

Fyrirlesari: Sigríður Guðmundsdóttir, sýkla- og ónæmisfræðingur á Keldum.

Heiti erindis: Margvísleg hegðun nýrnaveikibakteríu í laxfiskum.

Fjallað verður um ólíkar aðferðir við greiningar á bakteríunni og hvaða upplýsingar þær gefa. Við sögu koma upplýsingar úr faröldrum í eldisfiski, sýkingartilraunum, rannsóknarverkefnum í villtum fiski og aldarfjórðungsreynslu af skimun fyrir fiskiræktina í landinu.

--------

11.apríl 2013

Fyrirlesari: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur á Keldum

Heiti erindis: Þróun ónæmismeðferðar gegn sumarexemi.

Farið verður yfir stöðu verkefnisins og niðurstöður úr frumbólusetningatilraunum

--------

21.mars 2013

Fyrirlestari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir, forstöðumaður Starfsþróunarseturs háskólamanna (STH).

Heiti erindis: Styrkir til starfsþróunar.

Kynntir verða styrkjamöguleikar sem Starfsþróunarsetur býður upp á fyrir starfsþróun

--------

14.febrúar 2013

Fyrirlesari: Árni Kristmundsson fisksjúkdómafræðingur á Keldum.

Heiti erindis: Sýkingar af völdum sníkjusvepps (fylking Microsporidia) í hrognkelsum (Cyclopterus lumpus) umhverfis Ísland.

Vorið 2011, tóku grásleppusjómenn eftir afbrigðilega stórum nýrum í hluta veiddra fiska og voru sýni send til rannsóknar að Tilraunastöðinni að Keldum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir þessara einkenna má rekja til áður óþekktrar tegundar sníkjusvepps.sem sýkir kjarna hvítra blóðfrumna fiskanna. Greint er frá niðurstöðum þessara rannsókna sem eru samstarfsverkefni starfsmanna á Tilraunastöðinni að Keldum, University of Malaya í Kuala Lumpur, Malasíu, og Hafrannsóknastofnunarinnar

--------

24. janúar 2013

Fyrirlesari: Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur,  að Keldum

Heiti erindis:  Ónæmissvar hjá bleikju (Salvelinus alpinus, L.) eftir sýkingu bakteríunnar A. salmonicida undirteg. achromogenes og mikilvægi AsaP1 úteitursins.

Fjallað um ónæmisviðbrögð bleikju sem sýkt er með Asa eða AsaP1 neikvæðu stökkbrigði af Asa (AsaP1-). Magnbundið rauntíma PCR-próf (RT-qPCR) var notað til að kanna tjáningu gena ónæmisþátta í framnýra, milta og lifur á mismunandi tímum í 7 daga eftir sýkingu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is