Háskóli Íslands

Fræðslufundir 2012

6.desember 2012

Fyrirlesari: Bergljót Magnadóttir dýrafræðingur, Tilraunastöð H.Í í meinafræði að Keldum

Heiti erindis: Rómantísk saga um fisk

Í erindinu verður rakin saga fisksins coelacanth (skúfugga/fornólfs) og fólksins sem tengist honum. Á næsta ári eru 75 ár liðin síðan þessi fiskur fannst á lífi og við góða heilsu eftir að hafa verið talinn útdauður í 60 milljón ár. Fáar dýrategundir hafa valdið jafnmiklu írafári meðal vísindamanna og almennings og þessi fiskur

--------

8.nóvember 2012

Fyrirlesari:  Jón Hallsteinn Hallsson lektor, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Heiti erindis:  Tvö andlit erfðafjölbreytileikans – kynbætur og rannsóknir við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í kynbótum nytjaplantna og –dýra er leitast við að hámarka uppskeru og afköst á hverjum tíma með því að velja „bestu“ einstaklingana til undaneldis. Slíkt val eykur jafnan einsleitni stofna og gengur á erfðafjölbreytileika. Þetta er afar slæmt þar sem erfðafjölbreytileiki gegnir lykilhlutverki í viðbrögðum stofna við breyttum umhverfisaðstæðum. Þannig vega kynbætur nytjastofna salt á milli langtíma og skammtíma hugsunar, á milli þess að hámarka uppskeru og lágmarka tap á breytileika sem seinna gæti reynst dýrmætur

--------

25.október 2012

Fyrirlesari:  Guðrún Valdimarsdóttir lektor, lífefna- og sameindalíffræðistofu, Lífvísindasetri læknadeildar HÍ.

Heiti erindis:  Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2012.

Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, Dr. John B. Gurdon, University of Cambridge, og Dr. Shinya Yamanaka, Kyoto University. Verðlaunin eru veitt fyrir þá uppgötvun að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Uppgötvun þeirra breytti þeirri almennu skoðun að starfsemi og eiginleikar líkamsfruma (somatic cells) væru óafturkræf. Dr. Gurdon klónaði fyrstur manna  frosk þar sem hann flutti kjarna úr sérhæfðri líkamsfrumu úr froski í kjarnalaust egg  og sýndi  fram á að erfðaupplýsingarnar úr líkamsfrumunni nægðu til að mynda halakörtu  (1962). Dr. Yamanaka varð fyrstur til að umbreyta sérhæfðri líkamsfrumu beint í fjölhæfa stofnfrumu (2006).  Í erindinu verða rannsóknir þeirra raktar og fjallað um notagildi þeirra í læknisfræðilegum tilgangi.

--------

4.október 2012

Fyrirlesari: Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar að Keldum

Heiti erindis: Hif1, lykilumritunarþáttur í efnaskiptum og æðamyndun

Á fyrirlestrinum verður m.a. gerð grein fyrir hlutverki Limd1 í stjórnunarferli Hif1, en nýlega var birt grein í Nature Cell Biology sem skýrir betur þetta ferli. Greinina má nálgast í heild sinni á heimasíðu Keldna: http://keldur.is/greinar_birtar_2012

--------

13.september 2012

Fyrirlesari: Einar Mäntylä frá ORF líftækni

Heiti erindis: Sameindaræktun

Með sameindaræktun er venjulega átt við notkun plantna sem framleiðslulífvera fyrir verðmætar sameindir, einkum prótein, með hjálp erfðatækni. Í erindinu verður fjallað um ýmsar hliðar sameindaræktunar og uppbyggingu sameindaræktunar hér á landi.

--------

21. ágúst 2012

Fyrirlesarar: Dr. Beth Okamura og Dr. Alex Gruhl frá Department of Life Sciences, Natural History Museum í London.

Heiti erindis: Myxozoan parasites of bryozoans and links with fish disease.

The presentation will introduce myxozoans and describe the discovery of the causative agent of salmonid proliferative kidney disease (PKD) – Tetracapsuloides bryosalmonae. More recent work on: a) the development of T. bryosalmonae in bryozoan hosts, and; 2) the distribution and abundance of bryozoans will be discussed in relation to how this enables a better understanding of the ecology of PKD. We will then introduce the bizarre and closely-related myxozoan, Buddenbrockia, whose life cycle is not fully known but is highly likely to incorporate a fish host.

Erindið verður haldið þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

--------

3. maí 2012

Skýrsla starfshóps Vísinda- og tækniráðs með tillögum um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinuGuðrún Nordal frá Vísinda- og tækniráði og Þorsteinn Gunnarsson frá Rannís

Þann 1. apríl 2011 ályktaði Vísinda- og tækniráð að vísinda- og tækninefndir ráðsins mótuðu tillögur um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Starfshópur innan ráðsins vann tillögur og drög að skýrslu í vetur, ritsjóri skýrslunnar er Þorsteinn Gunnarsson. Skýrslan var lögð fram 2. apríl síðastliðinn og er í opnu umsagnarferli. Í skýrslunni kemur fram heildstæð lýsing á kerfinu og tillögur um grundvallarendurskoðun á fjármögnun. Farið er yfir mikilvægi mannauðar fyrir samfélagið og atvinnulífið, rætt er um gæðamat og árangurstengingu og fram koma tillögur um einföldun stofnana og háskóla.
Fundurinn verður fimmtudaginn 3. maí, kl. 12:20 í bókasafni Keldna

--------

18. apríl 2012

Fyrirlesari:  Dr. Andrew Waller, forstöðumaður bakteríurannsóknadeildar Animal Health Trust, Newmarket, Englandi.

Heiti erindis:   Streptococcus zooepidemicus: more than just an opportunist?  (Erindið tengist  rannsóknum  á orsök smitandi hósta í hrossum.)

Erindið verður haldið miðvikudaginn 18. apríl, kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

Streptococcus equi subspecies zooepidemicus (S. zooepidemicus) is the most frequently isolated pathogen of horses: associated with inflammatory airway disease in Thoroughbred racehorses, uterine infections in mares and ulcerative keratitis. It is also associated with disease in a wide range of other animal hosts including dogs, cattle, sheep, pigs, monkeys and humans. A biovar of S. zooepidemicusStreptococcus equi subspecies equi (S. equi), is the causative agent of equine strangles, one of the most frequently diagnosed and important infectious diseases of horses worldwide.
We have used a multilocus sequence typing (MLST) scheme and genome sequencing to identify different strains of S. zooepidemicus towards developing an understanding of the genetic basis for the selection of host and site of infection.
This presentation will describe our current understanding of the S. zooepidemicus population and relate this to the 2010 Icelandic outbreak of equine respiratory disease, which affected over 78,000 horses. The use of new sequencing technologies permits fine mapping of disease outbreaks at the genetic level that can provide new insights into the transmission and virulence of this misunderstood bacterium.

--------

15. mars 2012

Fyrirlesari: Halldór Þormar, prófessor emeritus.
Heiti erindis:  Visnu og mæðirannsóknir á Keldum fyrir hálfri öld.

Erindið verður haldið fimmtudaginn 15. mars, kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

Visna og mæði eru smitsjúkdómar í sauðfé sem bárust til Íslands árið 1933 með innfluttu karakúlfé. Mæði er lungnasjúkdómur og visna sjúkdómur í miðtaugakerfi og teljast til hæggengra sýkinga. Sýkingartilraunir í kindum bentu til að visna og mæði væru veirusjúkdómar. Visnuveiran ræktaðist í frumurækt árið 1957 og mæðiveiran árið 1958. Báðar veirur ollu svipuðum sjúklegum breytingum í frumurækt og skoðun í rafeindasmásjá leiddi í ljós svipaðar kúlulaga veiruagnir. Frekari rannsóknir sýndu að um náskyldar eða sömu veiru var að ræða sem síðar var nefnd mæði-visnuveira (MVV). Rannsóknir bentu til að MVV væri náskyld RNA æxlisveirum og sú tilgáta sannaðist við uppgötvun víxlritans (reverse transcriptase) sem skipaði þessum veirum í flokk retroveira. MVV telst til undirflokks lentiveira ásamt HIV.

--------

23.febrúar 2012

Fyrirlesari: Ólafur Andrésson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Heiti erindis:  Erfðamengi samlífis: Hvað býr hið innra með fléttum.

Enda þótt fléttur séu víða áberandi og hafi mikla þýðingu í mörgum vistkerfum auk þess að vera sérlega áhugaverðar þróunarfræðilega, þá hefur enn ekkert erfðamengi fléttu verið birt. Við erum því í ákjósanlegri aðstöðu til að vinna ítarlega lýsingu á erfðamengi, umritamengi og próteinmengi fléttusamlífis. Í heild munu þessar upplýsingar veita djúpan og margbrotinn skilning á fléttusamlífi og þróun þess og leggja grunn fyrir frekari rannsóknir, svo sem á efnaskiptamengi, efnaflæði, smíði kerfislíkana og prófun þeirra. Efniviður rannsóknanna er himnuskóf (Peltigera membranacea) sem safnað er í Keldnagili. Gerð verður stutt grein fyrir hvernig erfðamengi fléttunnar og umritunarmengi (mRNA) hafa verið raðgreind og hvers konar ályktanir má draga af því, m.a. um eðli samlífisins. Einnig verður gerð grein fyrir óvenjulegu efni sem fundist hefur í fléttunni.

--------

9. febrúar 2012

Fyrirlesari: Sigurður Snorrason, dýrafræðingur

Heiti erindis: Þroskunarfræðilegur grunnur afbrigðamyndunar bleikju

Í íslenskum vötnum hafa forvitnileg afbrigði bleikju ítrekað myndast frá lokum síðustu ísaldar. Ferlin virðast tengd skilyrðum á hverjum stað. Þannig hafa orðið til fjölmargir dvergbleikjustofnar í lindum og í stöðuvötnum má oft finna tvö afbrigði eða fleiri sem nýta mismunandi búsvæði. Svipfarsbreytileiki sá sem afbrigðin markast af er að þónokkru leyti tengdur erfðum og því blasir við að spyrja hvaða gen eða genakerfi það eru sem liggja til grundvallar. Rannsóknir þær sem kynntar verða í fyrirlestrinum miða að því að kanna tengsl milli náttúrulegs breytileika í beinum og vöðvum og mismunar í tjáningu gena milli afbrigða á mismunandi stigum þroskaferilsins. Aukinn skilningur á þessum tengslum mun varpa nýju ljósi á gangvirki aðlögunar og afbrigðamyndunar

--------

11. janúar 2012

Fyrirlesari: Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar að Keldum

Heiti erindis: Meinafræði að Keldum í minningu Guðmundar Georgssonar

Miðvikudaginn 11. janúar 2012 er við hæfi að rifja upp rannsóknastörf Guðmundar Georgssonar læknis, en þá eru liðin 80 ár frá fæðingu hans, en hann lést 13. júní 2010. Fræðasvið Guðmundar var meinafræði og starfaði hann lengst af á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sem sérfræðingur í líffærameinafræði og einnig veitti hann stofnuninni forstöðu um árabil. Doktorsritgerð Guðmundar frá Háskólanum í Bonn fjallaði um æxlisvöxt, en að Keldum starfaði hann lengst af með príon- og veirusjúkdóma í sauðfé. Meinafræði hefur skipað stóran sess í starfinu á Keldum og framlag Guðmundar á því fræðasviði efldi skilning á framgangi sjúkdóma og samspili hýsils og sýkils. Hann var í mikilvægri alþjóðlegri samvinnu beggja vegna Atlantshafsis. Guðmundur vann að því að efla Tilraunastöðina sem alþjóðlega vísindastofnun og vildi ávallt framgang hennar sem mestan. Í fyrirlestrinum verður rýnt í helstu vísindaritverk Guðmundar.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is