Háskóli Íslands

Fræðslufundir 2011

8.desember 2011

Fyrirlesari: Árni Kristmundsson fisksjúkdómafræðingur á Keldum.
Heiti erindis: Útbreiðsla og áhrif PKD-nýrnasýki á villta laxfiskastofna á Íslandi.

PKD-nýrnasýki, sem orsakast af smásæju sníkjudýri Tetracapsuloides bryosalmonae, er alvarlegur og útbreiddur sjúkdómur í laxfiskum í Evrópu, bæði villtum og í eldi. Dæmi eru um mikil afföll í villtum laxfiskastofnum erlendis, s.s. í Sviss og Noregi. Bleikja er lítið rannsökuð m.t.t. sjúkdómsins. Smittilraunir hafa þó sýnt að hún sé mjög næm fyrir sýkinni.
PKD-nýrnasýki var óþekkt á Íslandi þar til árið 2008 er hún greindist í bleikju úr Elliðavatni. Rannsóknir síðustu 3ja ára benda til þess að sýkillinn sé útbreiddur meðal laxfiska á Íslandi. Há tíðni fiska með alvarleg einkenni sjúkdómsins hefur greinst í vötnum þar sem bleikju hefur fækkað mikið. Líklegt er að PKD-sýki valdi umtalsverðum afföllum og sé því afgerandi áhrifaþáttur í hnignun bleikjustofna þessara vatna.

--------

24.nóvember 2011

Fyrirlesari: Þórólfur Antonsson fiskifræðingur. Veiðimálastofnun
Heiti erindis:  Lífríki Elliðaánna.

Elliðaárnar hafa verið ein af lykilám í vöktun á lífríki straumvatna hérlendis á þriðja áratug.  Þar hefur verið fylgst með fiskistofnum vatnakerfisins, laxi, urriða, bleikju og ál. Mest áhersla hefur verið á lífsferil laxins þar sem árlega er könnuð útbreiðsla og þéttleiki seiðaárganga sem og aldur gönguseiða, lengdardreifingu þeirra, holdafar og endurheimtur úr hafi. Þegar laxinn kemur úr sjó er hann talinn upp í árnar. Eftir niðursveiflu laxastofnsins árabilið 1997- 2004 hefur hann nú rétt við, í kjölfar aðgerða sem gripið var til. Árleg sýni af urriða og bleikju í Elliðavatni veita upplýsingar um framgang þeirra stofna. Tegundasamsetning og fjöldi smádýra er einnig kannaður árlega. Margar aðrar rannsóknir hafa tengst þessari vöktun m.a. á fisksjúkdómum.

--------

17.nóvember 2011

Fyrirlesari Ingibjörg Harðardóttir, prófessor,Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Lífvísindasetri læknadeildar HÍ
Heiti erindis: Ómega-3 fitusýrur - áhrif á bólgu

Ómega-3 fitusýrur er helst að finna í hörfræsolíu, feitum fiski og lýsi. Hlutur þeirra í fæði vesturlandabúa hefur minnkað mikið frá því sem var í byrjun 20. aldarinnar. Langar fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur hafa áhrif á frumuhimnu, myndun fituboðefna, innanfrumuboðferli og tjáningu gena fyrir bólgumiðla. Neysla þeirra hefur jákvæð áhrif á ýmsa bólgusjúkdóma og geta mögulega ýtt undir hjöðnun bólgu.

--------

27.október 2011

Fyrirlesari:  Bergljót Magnadóttir dýrafræðingur.
Heiti erindis:  Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2011.

Sagt verður frá Nóbelsverðlaunahöfum í lífeðlis- og læknisfræði 2011 og rannsóknum þeirra. Verðlaunin skiptust á milli þriggja vísindamanna sem hafa umbreytt skilningi manna á ónæmiskerfinu og samspili meðfædda og áunna ónæmiskerfisins. Verðlaunin hlutu annars vegar Bruce A. Beutler við Texas háskóla og Jules A. Hoffmann við CNRS rannsóknarstofnunina í Strasbourg fyrir rannsóknir á toll-viðtökum og hins vegar Ralph M. Steinman við Rockefeller háskólann í New York fyrir rannsóknir á angafrumum

--------

20.október 2011

Fyrirlesari:  Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá Krabbameinsfélaginu.
Heiti erindis:  Konur – lífsstíll – krabbamein.

Meginmarkmið krabbameinsfélagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttu gegn krabbameinum. Starfsemi félagsisn er fjölþætt en í fyrirlestrinum eru þrjár helstu deildir kynntar: Leitarstöð, Krabbameinsskrá og Ráðgjafarþjónusta.
Rætt er um algengustu krabbamein hjá konum og helstu einkenni þeirra. Rekja má talsverðan hluta af krabbameinum til óheilbrigðs lífernis og farið verður yfir þá lifnaðarhætti sem vísindarannsóknir hafa fundið tengsl við. Að lokum farið yfir hvernig er hægt að breyta um lífstíl.

--------

22.september 2011

Fyrirlesari:  Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, sérfræðingur í barnalækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum á ónæmisfræðideild Landspítalans. 

Heiti erindis:  Ofnæmi í mönnum.

Ofnæmi er meðal algengustu krónísku vandamála á meðal manna um allan heim. Einkennin geta verið allt frá því að vera mjög væg og upp í lífshættulegt ástand.Einkenni ofnæmis koma frá nefi, lungum, hálsi, afholum nefs, meltingarvegi eða húð og hjá sumum veldur ofnæmi einkennum astma. Alvarlegasta form ofnæmis er ofnæmislost sem getur verið lífshættulegt.
Farið verður í helstu ofnæmissjúkdóma í mönnum, ónæmissvarið, algengi og klíníska birtingu. Einnig verður kynnt fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum til 2,5 árs aldurs.

--------

1.september 2011

Fyrirlesarar: Stefán Ragnar Jónsson og Valgerður Andrésdóttir, sameindalíffræðingar á Keldum.

Heiti erindis: Græn mæði - visnu veira.

Mæði-visnuveira er lentiveira sem veldur lungnabólgu (mæði) og heilabólgu (visnu) í sauðfé. Veiran er náskyld eyðniveirunni og gefa rannsóknir á mæði-visnuveiru vísbendingar um líffræði eyðniveirunnar. Við höfum klónað erfðaefni mæði-visnuveirunnar, sem er forsenda þess að hægt sé að rannsaka áhrif og virkni einstakra gena.
Grænt flúrprótein (GFP) er flúrljómandi prótein sem upphaflega var einangrað úr marglyttunni Aequorea victoria. GFP er mikið notað sem merki í lifandi frumum og eru þá próteinin sem eru til rannsóknar lýst upp með því að tengja þau við GFP. Við höfum skeytt geni GFP við dUTPasa gen í visnuveiru, en við það verða frumur sem sýktar eru með veirunni flúrljómandi og gerir það rannsóknir á veirunni einfaldari og fljótvirkari. Sýnd verður stutt kvikmynd þar sem þessari vinnu er lýst.

--------

18. ágúst 2011

Fyrirlesari: Russell H. Easy, MSc, PhD, Dalhousie University, Halifax, NS, Canada.

Heiti erindis: A Molecular Odyssey: Exploring Host: Pathogen Interactions from Bacteria to Fish to Crickets.

Molecular fingerprints have been used to compliment morphological data and provide a detailed taxonomy of organisms from bacteria to invertebrates. Molecular data has also allowed the identification of mobile genetic elements and their role in antibiotic resistance of microbes. Physiological changes due to environmental factors or stressors can lead to changes that are identified at the molecular level using advanced biological and proteomic techniques. Interactions between the infectious agent and the host are at the protein level thus changes in protein complement can indicate an alteration in the homeostatic state of the animal. There may also be changes in protease activity in both the host and the pathogen.
Finally, gene expression studies can identify changes in molecular signatures following stress related events such as the fight-or-flight response. This talk will encompass several aspects of molecular and proteomic research in a number of different model systems.

--------

26.maí 2011

Fyrirlesari: Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands:
Heiti erindis:  Vísindamiðlun og samskipti við fjölmiðla.

Fjallað verður um aðferðir til að fanga athygli fjölmiðla og hvernig farsælast er að koma á framfæri upplýsingum um rannsóknir, gang þeirra og niðurstöður. Einnig verður rætt um eðli vísindamiðlunar og það sem aðskilur efnistök fyrir jafningja annars vegar og almenning og fréttastofur hins vegar.

--------

19.mai 2011

Fyrislesari: Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Heiti erindis:  Inflúensufaraldrar í fortíð og nútíð.

Heimsfaraldrar inflúensu geisa að jafnaði tvisvar til þrisvar á hverri öld, en þess á milli gengur árstíðarbundin inflúensa um heimsbyggðina. Nýir stofnar inflúensuveira eiga oftast rætur að rekja til suðurhvels jarðar, þar sem nábýli manna, svína og fugla er mikið.
Sýnt hefur verið fram á að dánartíðni af mörgum sjúkdómum eykst í kjölfar inflúensufaraldra, meðal annars kransæðastíflu, heilablóðfalls og lungnabólgu.
Náið þarf að fylgjast með veirusmiti í fuglum og svínum. Vöktun í mönnum þarf einnig að vera virk og viðbrögð skjót, en meðalvegurinn milli ýktra viðbragða eða athafnaleysis heilbrigðisyfirvalda getur verið vandrataður. Auka þarf þekkingu okkar á hvað veldur mismunandi ónæmisviðbrögðum við inflúensu og stytta þarf þróunar- og framleiðslutíma bóluefna.

--------

9.mai 2011

Fyrirlesari:  Dr. Joachim Frey, lífefna- og örverufræðingur við Institute of Veterinary Bacteriology, University of Bern í Sviss.

Heiti erindis:  Aeromonas salmonicida Exonzyme T (AexT) a bifunctional protein that targets the host cytoskeleton.

Type III protein secretion has recently been shown to be important in the virulence of the fish pathogen Aeromonas salmonicida subs. salmonicida. It secretes and targets to the host cells several virulence factors, including the toxin AexT. Aeromonas exoenzyme T, AexT, is and ADP-ribosylating toxin and is the first effector protein targeted for secretion via this system.

--------

19.apríl 2011

Fyrirlesari:  Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur MSc, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Heiti erindis:  Karlar og krabbamein. Algengustu krabbamein karla, einkenni og forvarnir.

Í tilefni af átakinu „Mottu-mars gegn krabbameini í körlum“, býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á fyrirlestur sem fjallar um algengustu krabbamein karla, einkenni og forvarnir.
Tilgangurinn er að hvetja karla til að opna umræðuna um heilsufar sitt, krabbamein karla, leita upplýsinga og bregðast við þegar ástæða er til.
Konur eru að sjálfsögðu einnig velkomnar.

--------

7.apríl 2011

Fyrirlesari: Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Heiti erindis:  Hvað er svona merkilegt við D-vítamín?

Rannsóknir og áhugi á D-vítamíni hafa gengið í endurnýjun lífdaganna. Á fyrri hluta 20. aldar var D-vítamín prísað sem töframeðal sem eyddi landlægri beinkröm meðal barna. Nú hafa rannsóknir sýnt að bágur D-vítamínhagur tengist fjölda annarra heilsuþátta en þeim sem varða beinheilsu.

--------

31.mars 2011

Fyrirlesari: Dr. Eliane Marti, Department of Clinical Research and Veterinary Public Health, Vetsuisse Faculty, University of Bern, Switzerland.
Heiti erindis: Immunopathology of insect bite hypersensitivity in horses of the Icelandic breed; an update.

Insect bite hypersensitivity (IBH; summer eczema) is an allergic dermatitis caused by midges or Culicoides spp. not indigenous to Iceland. Icelandic horses born in Iceland and exported to the continent are more frequently and more strongly affected than most other horses. Preventive immunisation with the specific allergens before export to the continent is regarded as a possible way to reduce the incidence of IBH in exported Icelandic horses. Eleven allergens from the salivary glands of C. nubeculosus have been isolated and produced. Preliminary results of immunisation with four of these recombinant allergens will be introduced. The role of T cells and cytokines in IBH in Icelandic horses both systematically and locally in the skin will be reviewed.

--------

24.mars 2011

Fyrirlesari:   Hannes Petersen yfirlæknir Landspitala, dósent Læknadeild HÍ.
Heiti erindis: Verða hvalir sjóveikir?

Hvalir eru sjávarspendýr sem deyja á landi. Forveri hvalsins flokkast með jafntáa hófdýrum svo sem sauðfé, svínum og flóðhestum, en þeir síðastnefndu eru þau landdýr sem skyldust eru hvölunum. Ferð þessa forvera í haf út er talin hafa hafist fyrir um 50 miljón árum.
Það er vel þekkt meðal þeirra er stunda sjósund að sjávarhreyfingar framkalla fljótt einkenni sjóveiki, einkenni sem eru það kröftug og hamlandi að hætta getur stafað af, en svipað á einnig við um þá er starfa í hreyfiríku umhverfi, s.s. um borð í skipi.  Ætla má að í þeirri þróunargöngu frá landi í haf, hafi forverar hvalsins þjáðst af sjóveiki.

--------

10.mars 2011

Fyrirlesari:  Ástríður Pálsdóttir sameindalíffræðingur.
Heiti erindis:  Utangenaerfðir (epigenetics).

Utangenaerfðir fjalla um stjórn á genastarfsemi sem ekki er skráð í DNA erfðaefninu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu aðferðir frumna til þess að stýra utangenaerfðum og hvernig umhverfi frumna getur haft áhrif á slíka genastjórn.  Sífellt fleiri rannsóknir benda til þess að óstjórn á utangenaerfðum eigi þátt í mörgum algengum sjúkdómum. Nú eru margir rannsóknahópar að rannsaka hvernig umhverfisáhrif sem fólk verður fyrir snemma á ævinni, eða jafnvel fyrir fæðingu, geta haft áhrif á heilsu þeirra seinna á ævinni.

--------

24.febrúar 2011

Fyrirlesari:  Erla Soffía Björnsdóttir lífeindafræðingur
Heiti erindis:  Skyldleiki streptókokka stofna af flokki B sem sýkja menn og kýr á Íslandi

Streptókokkum af flokki B (Streptococcus agalactiae, group B streptococcus, GBS) var fyrst lýst í kringum 1900 sem sýkingarvaldi í júgurbólgu hjá kúm. Um 1970 var GBS orðinn einn aðalsýkingavaldurinn í ífarandi sýkingum hjá nýburum og síðustu ár hefur tíðni ífarandi sýkinga hjá fullorðnum aukist. Hægt er að flokka GBS í 10 mismunandi hjúpgerðir eftir gerð fjölsykra í hjúp (Ia,Ib, II – IX). Markmið rannsóknarinnar var að bera saman GBS stofna úr ífarandi sýkingum við stofna sem ræktast hafa úr kúamjólk á Íslandi.

 

3.febrúar 2011

Fyrirlesari: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur. 
Heiti erindis:  Áhrif móður á þróun sumarexems hjá afkvæmi; uppsetning tilraunar

Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af ofnæmisvökum úr biti smámýs, (Culicoides spp) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mun hærri í útfluttum hestum en í íslenskum hestum fæddum erlendis. Umhverfisáhrif í móðurkviði og frumbernsku eru talin skipta sköpum fyrir ofnæmi afkvæmis seinna á ævinni.
Sumarexem í íslenskum hestum er kjörið til að bera saman dýr af sama erfðauppruna, sem eru útsett fyrir ofnæmisvökum á mismunandi þroskaskeiðum ævinnar. Folöld mera sem bitnar eru af smámýi á meðgöngu fá vörn gegn sumarexemi með broddmjólk. Þetta er rannsóknartilgáta Dr. Bettinu Wagner, Cornell Háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum. Tilgátan verður prófuð á íslenskum folöldum í samstarfi við Keldur og Matvælastofnun. Greint verður frá bakgrunni tilgátunnar og uppsetningu tilraunar.

20. janúar 2011

Fyrirlesari:  Guðbjörg Jónsdóttir lífeindafræðingur á Keldum.
Heiti erindis:  Áhrif plantna sem notaðar eru í alþýðulækningum, á ónæmiskerfið.

Margar plöntur hafa verið notaðar í alþýðulækningum hér á Íslandi, þar á meðal horblaðka, vallhumall, blágresi og mjaðjurt en þær eru taldar hafa góð áhrif á ýmsa sjúkdóma, m.a. liðagigt. Áhrif þessara plantna á ónæmiskerfið hafa hins vegar lítið verið rannsökuð. Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessar plöntur hefðu áhrif á þroskun angafrumna in vitro og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is