Háskóli Íslands

Fræðslufundir 2007

6. desember 2007
Fyrirlesari: Sigurður H. Richter dýrafræðingur.
Heiti erindis: Giardia duodenalis í dýrum og mönnum á Íslandi.
Giardia duodenalis er einfrumungur (svipudýr) sem er algengur um allan heim og lifir og fjölgar sér í meltingarvegi manna og fjölmargra spendýrategunda. Einfrumungarnir leggjast á yfirborðsfrumur þarmanna og valda oft niðurgangi og öðrum einkennum frá meltingarvegi. Lyf eru til við sýkingum.
Fjallað verður almennt um Giardia, smitleiðir, sjúkdómseinkenni, greiningaraðferðir, mismunandi arfgerðir og rannsóknir á útbreiðslu og tíðni einfrumungsins í dýrum og mönnum hér á landi.

--------

19. nóvember 2007
Fyrirlesari: Dr. Mats Isaksson.
Heiti erindis: Molecular diagnostics of avian influenza virus (AIV) og Newcastle disease virus (NDV) at The Swedish National Veterinary Institute.
Á  undanförnum árum hafa sameindaerfðafræðilegar aðferðir í æ ríkara mæli verðið nýttar við skimanir vegna inflúensu (AIV) og Newcastle veirum (NDV) í fuglum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um AIV/NDV skimanir á fuglum í Svíþjóð sem framkvæmdar hafa verið á Statens Veterinärmedicinska Anstalt i Uppsölum. Gerð verður grein fyrir fjölda sýna sem rannsökuð hafa verið og rannsóknaniðurstöðum. Farið verður yfir vinnuferlið og aðferðafræði við sýnatökur og hvaða sameindafræðilegum aðferðum er beitt við greinungu, s.s. rtRT-PCR og raðgreiningum, til að athuga hvort um sjúkdómsframkallandi veirustofna sé að ræða.

--------

15. nóvember 2007
Fyrirlesari:  Sigurður Ingvarsson forstöðumaður fjallar um: Framtíð Keldna, m.a. húsnæðismál.
Nýlegar skýrslur og skjöl sem tengjast stefnu Keldna liggja fyrir.

Háskóli Ísland hefur boðið Tilraunastöðinni þátttöku í "notendavinnu LSH". Aðilar frá Keldum taka nú þátt í vinnu sem fer fram í sambandi við nýbyggingaráform LSH og HÍ á Landspítalalóð, við að skilgreina húsakynni og aðstöðu fyrir Tilraunastöðina. Arkitektfirmaet C. F. Møller Norge AS hefur lagt fram teikningar með tillögum að framtíðarskipulagi.
Samhliða þessu hefur verið unnið að bættri aðstöðu hér á Keldum.
Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem falið er að endurskoða lög Keldna.

--------

8. nóvember 2007
Fyrirlesari:  Berglind Gísladóttir líffræðingur.
Heiti erindis: Bráðasvar hjá þorski með áherslu á C-reactive prótein (CRP).
Bráðasvar er ónæmisviðbragð sem verður í kjölfar áverka, álags eða sýkinga. Því fylgir breyttur styrkur bráðaprótína, t.d. pentraxína, C-reactive próteins (CRP) og serum amyloid P (SAP). Pentraxín voru einangruð úr þorskasermi, gerð þeirra greind og þreifarar og sérvirk mótefni framleidd. Terpentínusprautun og Aeromonas salmonicida ssp. achromogenes (Asa) sýking voru notuð til að framkalla bráðasvar og áhrif á magn og tjáningu pentraxína greind. Tvennskonar pentraxin-lík prótein, PI og PII, voru einangruð. PI sýndi samsvörun við SAP en PII við CRP. Mikill breytileiki var á gerð CRP í sermi. Terpentínusprautun hafði lítil áhrif á CRP magn í sermi en olli marktækri aukningu á CRP tjáningu í lifur.Marktæk lækkun á CRP greindist í sermi Asa sýktra þorska.
Með þessum rannsóknum er lagður grunnur að þekkingu á einum af lykilþáttum í ónæmisviðbragði fiska.

--------

26. október 2007
Fyrirlesari:  Dr Reuben S. Harris, Assistant Professor, Department of Biochemistry, Molecular Biology and Biophysics, University of Minnesota.
Heiti erindis: Proof that APOBEC3G Lethally Restricts HIV-1.
Human APOBEC3G can impede the replication of vif-defective HIV-1. However, it is unclear whether this restriction is sufficient to block long-term virus replication. APOBEC3G-expressing T cells were used to isolate vif-defective viruses that evolved a novel mechanism of evading restriction.
A non-coding transversion and a vpr null mutation combined to confer APOBEC3G resistance. Remarkably, these mutations did not confer cross-resistance to APOBEC3F nor growth capabilities in fully restrictive T cell lines. These results demonstrate that virus restriction by APOBEC3G is lethal and raise the possibility that combinatorial HIV-1 restriction by APOBEC3 proteins may be analogous to current multiplex drug therapies.

--------

12. október 2007
Fyrirlesari:  Dr Ben Berkhout, prófessor við Háskólann í Amsterdam.
Heiti erindis: Towards an RNAi gene therapy for HIV-AIDS.
RNA interference allows the sequence-specific silencing of target RNAs, and we have developed potent shRNA inhibitors that target the HIV-1 RNA genome. It really works, as human T cells can be made resistant to this virus, but HIV-1 escapes by selecting point mutations in the target sequence. To restrict the viral escape options, we designed and tested multiple effective shRNA antivirals that target well-conserved, essential HIV-1 sequences. When mulitple shRNAs are used in a combination therapy, viral escape is blocked. We are currently developing a gene therapy that is based on lentiviral vectors with 4 shRNA inhibitors for transduction of bone marrow precursor cells.

--------

9. október 2007
Fyrirlesarar:  Dr Nicole O´Brien og Dr Daryl Whelan, dýralæknar við Newfoundland and Labrador Department of Fisheries and Aquaculture.
Heiti erindis: Aquaculture in Canada.
Gefið verður yfirlit yfir fiskeldi í Kanada og þvínæst fjallað ítarlegar um fiskeldi á Nýfundnalandi.Ennfremur verður fjallað um rannsóknir og þróun fiskeldis á þessu svæði. Erindið er á ensku.

--------

4. september 2007
Fyrirlesari:  Steve Offer, PhD nemi við Minnesotaháskóla.
Heiti erindis: Mechanisms of antibody gene diversification: DNA break generation.
An effective immune response requires a large and diverse antibody repertoire. Class switch recombination (CSR), somatic hypermutation, and, in some species, Ig gene conversion generate somatic alterations to Ig genes. All three of these mechanisms proceed through either single or double-strand DNA break intermediates that are dependent upon cytidine to uridine deamination catalyzed by AID. The mechanism(s) by which the generated DNA mismatches are converted to DNA breaks and subsequently joined is not wholly understood. While it has not been proven experimentally, most models predict that that APEX1, the major DNA endonuclease, is responsible for DNA breakage. Using a combination of human genetic and cell-culture based approaches I am assessing the role ofAPEX1 in antibody diversification.
Additionally, we have shown that immune deficient patients with mutations in the gene encoding MSH5 exhibit increased microhomology at switch junctions. These findings suggest a novel role for the MSH4/5 heterodimer in CSR, possibly by promoting the joining of DNA ends with little or no terminal microhomology via NHEJ and/or suppressing an alternative microhomology-mediated pathway.

--------

24. ágúst 2007
Fyrirlesari:  Dr. Bram E. C. Schreuder dýralæknir
Heiti erindis: Afganistan, land fjalla, sauðfjár og talibana
Dr. Bram E.C. Schreuder, dýralæknir frá Hollandi, mun segja frá reynslu sinni í Afganistan, þar sem hann hefur starfað með hléum síðustu 35 ár, fyrst sem nýútskrifaður dýralæknir á vegum FAO (Food and Agriculture Organization of the United Nations) og hollenskra stjórnvalda, en á síðari árum við uppbyggingu dýralæknastarfa á vegum DCA (Dutch Committee for Afghanistan). Auk starfa sinna í ýmsum þróunarlöndum, hefur hann verið í forsvari fyrir rannsóknarverkefni í Hollandi á sviði príonsjúkdóma, einkum kúariðu og riðu í kindum, og fjallaði doktorsverkefni hans um faraldsfræði þessara sjúkdóma. Fyrirlestur hans mun fjalla á persónulegan hátt, í máli og myndum, um stjórnmálasögu Afganistan og náttúrufegurð landsins, en einnig um hversdagslífið í þorpunum þar sem dýrahald kemur mikið við sögu.

--------

7. júní 2007
Fyrirlesari:  Júlíus B. Kristinsson fjármálastjóri ORF
Heiti erindis: Sameindaræktun ORF Líftækni – framleiðsla á sérvirkum próteinum
Ný tækni – nýir möguleikar – nýsköpun á sviði lífvísinda.
ORF Líftækni er íslenskt hlutafélag sem þróað hefur nýstárlega aðferð, Orfeus™ kerfið, fyrir framleiðslu á sérvirkum próteinum fyrir læknisrannsóknir, lyf og iðnað. Prótein eru svo flókin að byggingu að þau er einungis hægt að framleiða í frumum lífvera, sem gerir þau afar dýr í núverandi framleiðslukerfum (bakteríur og spendýrafrumur). Orfeus™ kerfið byggir á því að nýta sér fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein. Kerfið er afrakstur öflugs vísinda- og þróunarstarfs hjá fyrirtækinu undanfarin ár, en með því er hægt að lækka verulega framleiðslukostnað þessara próteina og auka gæði þeirra. Með Orfeus™ kerfinu og markvissri viðskiptanálgun hefur ORF Líftækni skipað sér í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði í heiminum.

--------

2. maí 2007
Fundur um Campylobacter-verkefni á vegum Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum. Fundurinn hefst kl. 10:00 í bókasafni Keldna og fundarstjóri er Jarle Reiersen dýralæknir. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.
Miðvikudaginn 2. maí, kl. 10:00 – 12:00, verður haldinn fundur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um verkefnið “Sources and Risk Factors for Campylobacter in Poultry and Impact on Human Disease in a Closed System”. Verkefnið hófst árið 2001 og er um að ræða samstarfsverkefni aðila frá Íslandi, Kanada, Bandaríkunum og Svíþjóð.
Dagskrá fundarins verður á þá leið að Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir alifuglasjúkdóma, rekur stuttlega hvernig staðið er að Campylobacter eftirliti hér á landi og hver staðan er í dag.
Að því búnu taka Kandadísku vísindamennirnir Dr. Kathleen Laberge og Dr. Ruff Lowman, við, fyrir hönd “the Campy-on-Ice Consortium”, og fjalla um “Epidemiological analyses of risk factors for Campylobacter in broiler flocks in Iceland, 2001-2004: Lessons learned, and further questions"
Alifuglaframleiðendur, eftirlitsdýralæknar og starfsmenn Landbúnaðarstofnunar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

--------

26. apríl 2007
Fyrirlesarri:  Þórunn Sóley Björnsdóttir lífeindafræðingur
Heiti erindis: Einangrun á genum líklegra ofnæmisvaka í sumarexemi.
Sumarexem (SE) er árstíðabundið ofnæmi í hestum gegn flugupróteinum sem berast í þá við bit smámýs af Culicoides ættkvíslinni. Ofnæmið er áberandi algengt í íslenskum hestum sem hafa verið fluttir til meginlands Evrópu, en er einnig þekkt meðal annarra hestakynja.
Rannsóknir hafa sýnt að SE-hestar svara á sameiginlega ofnæmisvaka í smámýi (Culicoides spp.) í húðprófum og eru margir þeirra einnig með ofnæmi gegn bitmýi (Simulium spp.) og/eða öðrum bitflugum. Ofnæmisvakar sumarexems eru óþekktir en líklega er þá að finna í bitvökva smámýsins og ætla má að þeir séu líkir þekktum ofnæmisvökum annarra bitflugna. Mögnuð var upp og raðgreind genaröð "antigen 5 like protein" og mestur hluti af genaröð "hyaluronidasa" sem eru líklegir ofnæmisvakar í sumarexemi.

--------

18. apríl 2007
Fyrirlesari:  Matthías Eydal líffræðingur
Heiti erindis: Sníkjudýr hunda og katta á Íslandi.
Fjallað verður um sníkjudýr hunda og katta, fyrr og nú, hér á landi og greint frá helstu rannsóknum á þessu sviði.
Árið 1989 var innflutningur hunda og katta leyfður eftir langt bann. Til ársloka 2006 höfðu 1842 hundar og 483 kettir verið fluttir inn. Á Keldum hefur verið fylgst með því hvort dýrin séu með sníkjudýr. Margar tegundir hafa fundist, þar á meðal tegundir sem ekki höfðu áður greinst hér á landi. Í sóttkví fá öll dýrin ormalyf og lyf gegn öðrum sníkjudýrum sem greinast.
Ef allt er talið hafa 28 tegundir sníkjudýra fundist á eða í hundum en 15 á eða í köttum á Íslandi. Nokkrar þessara tegunda geta farið á eða í fólk.

--------

15. mars 2007
Fyrirlesari:  Stefán Ragnar Jónsson líffræðingur
Heiti erindis: Tegundasérhæfð hindrun retróveirusýkinga með APOBEC3 próteinu
Lífverur hafa frá örófi alda þróað með sér varnir gegn retróveirusýkingum. APOBEC3 (A3) prótein eru fjölskylda cytósín deaminasa í spendýrum sem geta hindrað retróveirur með því að afaminera cýtósín í úrasíl í einþátta DNAi meðan á víxlritun stendur. Lentiveirur hafa þó mótleik við þessu, próteinið Vif sem stuðlar að niðurbroti A3 próteina. Í þessu verkefni hafa A3 prótein klaufdýra verið klónuð og reyndust þau hindra HIV sýkingu og vera ónæm fyrir Vif próteini HIV. Það virðist því sem A3 prótein veiti breiðvirka vörn gegn retróveirum en veirur komi sér upp sértækum vörnum gegn A3 próteinum hýsla sinna. Þessi tegundasérhæfni var ennfremur reynd með því að tjá manna A3G prótein í svína nýrnafrumum og hindra þannig flutning virkra innlimaðra retróveira úr svínafrumum í mannafrumur.

--------

1. febrúar 2007
Fyrirlesari:  Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræðingur á Landbúnaðarstofnun.
Heiti erindis: Plöntuheilbrigði
Í erindinu verður fjallað almennt um fagsviðið plöntuheilbrigði, sögu þess hér á landi og orsakir plöntusjúkdóma. Rætt verður um innlenda löggjöf, samninga og samvinnu á alþjóðavettvangi og skuldbindingar Íslands. Einnig verður fjallað um verkaskiptingu milli stofnana hér á landi á þessu sviði.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is