Háskóli Íslands

Fisksjúkdómadeild

Deildarstjóri: Árni Kristmundsson

Kynningarmyndband um starfsemi Rannsóknadeildar fisksjúkdóma á Keldum

Rannsóknadeildin er tilnefnd tilvísunarrannsóknarstofa Íslands á sviði sjúkdóma í fiskum og skeldýrum.

Við deildina eru stundaðar grunnrannsóknir og þjónusturannsóknir. Einnig fer þar fram kennsla nemenda í háskólanámi.

Þjónusturannsóknir eru einkum á sviði sjúkdómsgreininga og vegna reglubundins eftirlits með lagartegundum. Þetta eftirlit er forsenda fyrir útgáfu heilbrigðisvottorða og flutningi dýrahópa milli eldisstöðva/landsvæða.

Helstu verkefni á sviði grunnrannsókna eru rannsóknir á ýmsum sviðum fisksjúkdóma og forvarna; s.s. sýkieiginleikum smitefna, meinafræði, ónæmisfræði, þróun greiningaraðferða,faraldsfræði, o.fl.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is