Háskóli Íslands

Demodex folliculorum, hársekkjamítill, dulin orsök hvarmabólgu

TitleDemodex folliculorum, hársekkjamítill, dulin orsök hvarmabólgu
Publication TypeJournal Article
Year of Publication2016
AuthorsGunnarsdóttir, S, Kristmundsson, Á, Freeman, MA, Björnsson, ÓM, Zoëga, GM
JournalLæknablaðið
Volume102
Pagination231-235
Abstract
Vanstarfsemi í fitukirtlum augnloka er algeng ástæða augnþurrks.
Demodex-mítlar geta valdið slíkri vanstarfsemi og þar með hvarmabólgu með kláða, þurrki og almennri vanlíðan á augnsvæði. Það er mikilvægt að hafa Demodex-mítla í huga við greiningu hvarmabólgu og ef hefðbundin meðferðarúrræði við hvarmabólgu bregðast. Tveir einstaklingar höfðu árangurslaust fengið hefðbundna meðferð við hvarmabólgu og augnþurrki en greindust síðan með hársekkjamítla. Meðferð með BlephEx og Tea tree olíu gaf góða raun. Þetta er í fyrsta sinn sem hársekkjamítillinn Demodex folliculorum er greindur hérlendis með erfðafræðilegri tegundagreiningu.
 
DOI10.17992/lbl.2016.05.81
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is