Háskóli Íslands

Björn Sigurðsson

Björn Sigurðsson (1913-1959) 

 

Fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar að Keldum var Björn Sigurðsson.
Hann fæddist 3. mars 1913 á Veðramóti í Skagafirði og lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1937.

Hann starfaði við Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg, við sjúkrahús Hvítabandsins og í tvö ár var hann við nám og störf við Carlsbergsfondets Biologiske Institut í Kaupmannahöfn. Björn fór til framhaldsnáms og starfa í Rockefeller Institute í Princeton, New Jersey árið 1941.

Rockefellerstofnunin lagði fram styrk til reksturs Tilraunastöðvarinnar
að því tilskyldu að Björn yrði forstöðumaður.

Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið 10 ár í starfi forstöðumanns.
Á stuttri æfi vann hann ótrúlega mikið starf við rannsóknir á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði, ónæmisfræði og faraldsfræði.

Björn varð víðfrægur fyrir störf sín og ber hæst rannsóknir hans á hæggengum smitsjúkdómum og skilgreining hans á þeim. Hann setti fyrstur fram kenningu um sérstakan flokk smitsjúkdóma, hæggenga smitsjúkdóma og heldur kenning hans enn velli. Í fyrsta sinn tókst að rækta veirur af lentiveiruflokki en nafnið lentiveirur er dregið af hugmyndum Björns. Einnig vann hann ekki síður merkar rannsóknir á garnaveiki í sauðfé.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is