Háskóli Íslands

Bandormafána landspendýra á Íslandi að fornu og nýju

TitleBandormafána landspendýra á Íslandi að fornu og nýju
Publication TypeJournal Article
Year of Publication2017
AuthorsSkírnisson, K
JournalNáttúrufræðingurinn, Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Volume87
Pagination116–131
Abstract
Þrettán tegundir bandorma hafa fundist í íslenskum þurrlendisspendýrum. Fimm þeirra hafa eingöngu fundist í hundum. Þegar leitað var bandorma í 100 hundum árið 1863 reyndust fjórar tegundir þeirra algengar, ígulbandormurinn Echinococcus granulosus, netjusullsbandormurinn Taenia hydatigena, höfuðsóttarbandormurinn T. multiceps og flóarbandormurinn Dipylidium caninum. Rannsóknin fór fram í tengslum við upphaf baráttunnar gegn sullaveiki í mönnum sem hrjáði um fimmtung þjóðarinnar um og eftir miðja 19. öld. Eftir því sem best er vitað hefur öllum þessum bandormum nú verið útrýmt. Fimmta tegundin, vöðvasullsbandormurinn T. ovis, er aftur á móti talinn hafa borist til landsins á síðustu öld, líklega með alirefum í lok fjórða áratugarins. Smitið er talið hafa borist frá þeim í sauðfé á býlum refabænda og síðar yfir í hunda. Þegar smitið loks uppgötvaðist árið 1983 fannst það í sláturfé frá 40 býlum í átta varnarhólfum um vestan- og norðanvert landið. Trassaskapur við ormahreinsun hunda er líklegasta ástæða þess að vöðvasullur er hér enn landlægur og finnst af og til í sauðfé. Enginn þessara hundabandorma hefur fundist í íslenskum refum. Í greininni er einnig fjallað um refabandorminn Mesocestoides canislagopus sem stundum finnst líka í hundum og köttum, og kattabandorminn T. taeniaformis sem er sjaldgæfur en finnst af og til í músabönum. Nagdýr bera lirfustigið. Einnig er drepið lauslega á þá bandorma sem staðfestir hafa verið til þessa í grasbítum, nagdýrum og ýmsum villtum dýrum (fuglum og spendýrum) á Íslandi. 
 
URL/sites/keldur.is/files/0_skirnisson_nfr_87_116-131_0.pdf
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is