Háskóli Íslands

Bakteríu-, sníkjudýra og meinafræðideild

Deildarstjóri: Vala Friðriksdóttir

Kynningarmyndband um starfsemi sýkla- og bóluefnadeildar. 

Sýkladeild annast allar almennar sýklarannsóknir og næmispróf vegna sjúkdómagreininga, bæði úr dýrum, einstökum líffærum og öðrum efnivið sem send eru inn til krufningar,nánari skoðunar og greiningar.

Sýkladeild tekur að sér ræktanir vegna eftirlits með Salmonella og Campylobactermengun í alifuglaeldi og við slátrun alifugla, og til könnunar á Salmonella í svínum og öðrum alidýrum í eldi og við slátrun.

Af sérhæfðum ræktunum má nefna Treponemaræktun vegna rannsókna á blóðskitu í svínum og dermotophilus og svepparæktanir úr húð- og hársýnum.

Deildin annast rannsóknir vegna eftirlits með m.a.:  

   - leit að fúkalyfjaleifum í sláturafurðum og mjólk
   - blóðprófi vegna veirusjúkdómsins plasmacytosis í minkum
   - Coggins próf vegna útflutnings á hrossum, greiningu á heymæði í hrossum
   - greiningu á garnaveiki í sauðfé og nautgripum
   - Einnig músapróf vegna greiningar á skelfiskeitri

Sýkladeild á gott samstarf við dýrarannsóknarstofnanir erlendis og sendir árlega út talsverðan fjölda sýna í ýmsar sérhæfðar rannsóknir.

 

Sníkjudýrafræðisvið

Kynningarmyndband um þjónusturannsóknir á sníkjudýrafræðisviði. 

Kynningarmyndband um grunnrannsóknir á sníkjudýrafræðisviði. 

Kynningarmyndband um tríkínuskimun á sníkjudýrafræðisviði. 

Dýr erlendis frá. Leitað er að sníkjudýrum í og á hundum, köttum og öðrum dýrum (meðal annars skrautfuglum) sem flutt eru til landsins og gert að sæta hér einangrunarvist að kröfu heilbrigðisyfirvalda.
 
Dýr innanlands. Leitað er sníkjudýra í og á húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum á Íslandi. Dýr sem finnast eru greind til tegundar sé því við komið. Iðulega er veitt ráðgjöf um varnir gegn sníkjudýrum og lífshættir þeirra skýrðir. Rannsökuð eru heil dýr en einnig til dæmis saursýni, húðsýni, líffærasýni sem og einstök sníkjudýr. Einkum er hér um að ræða þjónustu við Matvælastofnun og dýralækna. Bændur og aðrir dýraeigendur skulu leitast við að fá dýralækna til að taka og senda sníkjudýrasýni að Keldum. Fylla þarf út sérstaka rannsóknarbeiðni (er á heimasíðu Keldna) og láta hana fylgja undirritaða með hverju sýni. Sé eitthvað óljóst með sýnatöku er fólki ráðlagt að fá leiðbeiningar þar að lútandi símleiðis hjá starfsmönnum í sníkjudýradeild þannig að marktækni rannsóknanna verði sem mest.
 
Tilvísunarrannsóknastofa. Sníkjudýradeildin á Keldum er tilvísunarrannsóknastofa Evrópusambandsins á Íslandi fyrir rannsóknir á tríkínum (Trichinella spp.), sullaveiki- og sullafársbandormum (Echinococcus spp.) og hringormum (Anisakis spp.), tengiliður er Guðný Rut Pálsdóttir.

 

  Meinafræðideild

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is