Háskóli Íslands

Áhættusýni - leiðbeiningar v/ sýnatöku

 

Hafa skal samband við Keldur ÁÐUR en sýnin eru send. Símanúmerið er 585 5100 og tengiliður er Vilhjálmur Svansson (893 6777).

 

1. Fjöldi sýna
Um gerð og fjölda sýna skal hafa samráð við viðkomandi sérgreinadýralækni og/eða dýralækna á Tilraunastöð HÍ á Keldum.

2. Meðferð sýna
Eftir sýnatöku skal ytrabyrði sýnaumbúða (s.s.blóðglös, stroksýnaglös, ílát undir líffæri) úðað með sótthreinsiefni  (s.s. Virkoni) eftir töku og þau kæld strax (frystið ekki).

4. Pökkun sýna
Sýnum skal pakkað í hentugar umbúðir, t.d. frauðplastbakka eða kassa, sem síðan er pakkað inn í plastpoka og umslag og þannig frá þeim gengið að þau verði ekki fyrir hnjaski á leiðinni. Setjið kælikubb með sýnum.
Með sendingunni skal fylgja útfyllt rannsóknarbeiðni, sem pökkuð er sérstaklega inn þannig að hún komist ekki í snertingu við sýnin.

Merkið sendinguna með eftirfarandi áletrun og fyllið út fylgiseðil með nauðsynlegustu upplýsingum og límið hann utan á kassann:

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum,
v/ Vesturlandsveg, 112 Reykjavík, s. 585 5100
b.t. Vilhjálms Svanssonar (893 6777)
Nafn sendanda

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is