Háskóli Íslands

Veiruskimun í kvíalaxi og villtum laxi til fiskiræktar (Screening for viruses in Atlantic salmon in Iceland)

Lokaverkefni:
 
 
Meistaranemi: Harpa Mjöll Gunnarsdóttir
 
Umsjónarkennari: Sigríður Guðmundsdóttir
Leiðbeinandi/nefndarmaður 2: Heiða Sigurðardóttir
Leiðbeinandi/nefndarmaður 3: Birkir Þór Bragason
 
 
Staðan í laxeldi hérlendis m.t.t. sjúkdóma er góð í flestu tilliti. Fiskeldismenn og yfirvöld hafa stundum glímt við erfiða sjúkdóma, einkum af völdum baktería. 
Veirusjúkdómar hafa ekki verið til staðar í laxeldi hérlendis, sem hefur skapað Íslandi mikla sérstöðu. Stórfelld aukning í sjókvíaeldi getur átt eftir að breyta þeirri mynd, því veirur, sem og aðrir sýklar, geta borist úr villtum fiski í sjókvíafisk. Magnist upp smit í sjókví getur það borist í nærliggjandi kvíar og einnig í villtan fisk. Því er afar mikilvægt að hefja frumrannsóknir og skima fyrir helstu veirum í fiski sem alinn er í sjókvíum. Gagnvart fiskrækt í landinu er líka mikilvægt að gera könnun á því hvað er að finna í klakfiski sem gengur í ár og vötn eftir eitt eða fleiri ár í sjó. Raðgreiningar á efniviði sem safnast safnast á rannsóknatímanum ásamt efniviði úr safni Keldna, mun einnig auka þekkingu á stöðu þessara mála. Hvoru tveggja eru grunnupplýsingar sem koma eldisgeiranum jafn sem opinberum aðilum til góða.
 
Gerð verður faraldsfræðileg könnun m.t.t. veirutegundanna, PRV, PMCV og ISAV í fiskrækt og sjókvíaeldi og framkvæmdar raðgreiningar, með áherslu á PRV-stofna sem einangrast. Fiskirækt: sýni eru tekin úr seiðum fyrir sleppingu (niðurgönguseiði) og klakfiski sem gengur í tilsvarandi vatnsföll ári síðar. Gefur samanburð milli kynslóða innan sama vatnsfalls og milli vatnsfalla á mismunandi landsvæðum. Sjókvíaeldi: sýni eru tekin úr aliseiðum sem síðan eru sett í sjókvíar og aftur 8 og 18 mánuðum eftir flutning í sjó. Þannig fæst samanburður á niðurstöðum fyrir seiði í eldisstöð og lax í sjókvíum. Einn seiðahópur fer í kvíar á Vestfjörðum, en annar í kvíar á Austfjörðum.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is