Háskóli Íslands

Þróun á veiruferju til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum

Doktorsnemi: Lilja Þorsteinsdóttir , MSc
Umsjónarkennari: Vilhjálmur Svansson
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir 
Aðrir í doktorsnefnd: Einar G. Torfason, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir og Valgerður Andrésdóttir
Nám hófst í maí 2010

Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Á Keldum er unnið að rannsóknum á sumarexemi í samstarfi við Háskólann í Bern í Sviss. Endanlegt markmið er að þróa ónæmismeðferð gegn exeminu.

Fimmtán ofnæmisvakagen hafa verið einangruð, raðgreind og próteinin tjáð. Þar með er hægt að þróa og prófa bæði DNA- og próteinbóluefni.

Markmið verkefnisins er að hanna veirugenaferjur sem geta tjáð ofnæmisvakagen fyrir genabólusetningu eða afnæmingu í sumarexemi. Nota á tvær veirur equine gammaherpesvirus 2 (EHV-2) og baculoveiru. Hestar eru sýktir með EHV-2 frá unga aldri, veiran veldur litlum sem engum sjúkdómi.

Folöld sýkjast í öndunarfæri og sýkingin þróast yfir í dulsýkingu sem endist ævilangt en endursýkingar með öðrum afbrigðum eru algengar. Hönnuð hafa verið fjögur ólík EHV-2 plasmíð með flúrljómandi próteini (GFP) og þrjú með ofnæmisvakageni. Endurraðaðar veirur með þremur GFP plasmíðum hafa verið staðfestar með PCR.

Baculoveiran sýkir skordýr en er einnig notuð til að framleiða próteinraðbrigði í skordýrafrumum. Fyrir tjáningu í hestafrumum er verið er að búa til baculoveiruferjur bæði með EHV-2 glykópróteini B og með glykóprótein G úr vesicular stomatitisveiru svo og tjáningarkassettu með ofnæmisvakageni.

Veiruferjur sem sýna öfluga tjáningu á innsettum genum in vitro verða notaðar til tilraunabólusetninga í hestum og ónæmissvörun þeirra gegn ofnæmisvökunum metin.

--------

Ph.D. project of Lilja Þorsteinsdóttir, M.Sc.
Started May 2010

 

Insect bite hypersensitivity (IBH) is a recurrent seasonal allergic dermatitis of horses, a reaction to biting flies that do not live in Iceland. SE is prevalent in horses born in Iceland and exported to the continent. At Keldur there is a collaborative research project with the University of Berne. The final aim is to develop and evaluate specific immunotherapy.

Fifteen allergens have been isolated, sequenced and expressed, allowing the development of both DNA and protein vaccines. The aim of this project is to design viral vectors for vaccination or desensitation. Two types of viruses will be used, equine gammaherpesvirus-2 (EHV-2) and baculovirus.

Horses get infected young with EHV-2 via the respiratory tract, causing mild symptoms. After primary infection the virus establishes latent infection but re-infections are common.

Four different EHV-2 vectors with fluorescent protein (GFP) have been designed and three with allergen. Recombinant viruses from three GFP vector have been confirmed with PCR.

Baculovirus infects insects but is also used to produce recombinant proteins in insect cells. Baculovirus vector with glycoprotein-B from EHV-2 or glycoprotein from vesicular stomatitis virus for entry in host cells, and expression cassette with allergen for expression in horse cells are being made. The viral vectors, showing strong expression of inserted genes in vitro, will be used in experimental vaccination of horses, and the specific immune response evaluated.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is