Háskóli Íslands

Þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hrossum

Lokaverkefni

Heiti: Þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hrossum

Doktorsnemi: Sigríður Jónsdóttir

Umsjónarkennari: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Doktorsnefnd: Vilhjálmur Svansson, Einar Mäntylä, Stefán Þ. Sigurðsson, Eliane Marti

Lokið í Júní 2017

Sigríður Jónsdóttir

Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum en markmið verkefnisins er að þróa ónæmismeðferð gegn exeminu. 

Öll hestakyn geta fengið exemið en það er sérlega algengt í hestum sem fæddir eru á Íslandi og fluttir eru út. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið einangraði, tjáðir í E. coli og hreinsaðir. Ójafnvægi milli Th1, Th2 og T-stýrifruma virðist vera undirliggjandi orsök exemsins og því ætti að vera hægt að þróa ónæmismeðferð með örvun á Th1 og T-stýrifrumum. 

Markmið verkefnisins er að þróa meðferð gegn sumarexemi. Sértæk markmið: 1) Framleiðsla á ofnæmisvökum í skordýrafrumum: Ofnæmisvakar eru tjáðir í skordýrafrumum, hreinsaðir og ofnæmisvirkni borin saman við sömu prótein framleidd í E.coli. 2) Samanburður á ofnæmisglæðum og sprautunaraðferðum til að nota í ónæmismeðferð: Hestar eru sprautaðir í eitil og í húð með hreinsuðum endurröðuðum ofnæmisvökum í mismunandi glæðum og ónæmis- og ofnæmissvar mælt. 3) Framleiðsla á ofnæmisvökum í byggi: Valdir ofnæmisvakar verða framleiddir í byggi, hreinsaðir, prófaðir og bornir saman við vaka framleidda í E. coli og skordýrafrumum. 4) Slímhúðar meðferð með byggi sem tjáir ofnæmisvaka: Hross verða fóðruð á byggi sem tjáir ofnæmisvaka og ónæmissvar þeirra mælt. 

--------

Development of immunotherapy for insect bite hypersensitivity of horses

Ph.D. project of Sigríður Jónsdóttir, M.Sc.

Started March 2012

Insect bite hypersensitivity (IBH) is an allergic dermatitis of horses based on an IgE-mediated reaction to biting flies of the genus Culicoides. 

Although all breeds of horses can be affected, this condition is especially prevalent in horses born in Iceland and exported to the continent. The allergens causing the IBH have been expressed in E. coli and purified. An imbalance between Th1, Th2 and T-regulatory cells seems to be important in the pathogenesis of IBH and therefore it should be possible to develop immunotherapy by induction of Th1 and T-regulatory cells. 

The aim of the project is to develop a therapy against IBH:  1) Production of IBH allergens in insect cells: IBH allergens are expressed in insect cells, purified and their allergenicity compared to E. coli produced allergens. 2) Comparison of adjuvants to use for IBH immunotherapy; Horses are vaccinated intra lymphatic with purified recombinant allergens in different adjuvants and their immune and allergy response monitored. 3)  Production of IBH allergens in barley: Selected IBH allergens will be produced in barley, purified, tested and compared with E. coli and insect cell produced allergens. 4) Mucosal immunotherapy with recombinant allergen barley: Horses will be fed with recombinant barley expressing major allergens and their immune response monitored.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is